185 eiga sig næstu árin. Þess í stað var farið í keppnisferð til Vestmannaeyja sumarið 1958 sem enn er í minnum höfð meðal þátttakenda. Einn þeirra var Jón Ingi Ragnarsson, sem lengi hefur verið einn af máttarstólpum knattspyrnunnar innan Breiðabliks. Hann var þá 15 ára og hávaxnasti leikmaðurinn í 3. flokki, sem fór til keppni í Vestmannaeyjum ásamt meistaraflokki. Síðar uxu margir jafnaldrarnir honum yfir höfuð en það er önnur saga. Íþróttafélögin tvö í Eyjum, Þór og Týr, vildu bæði fá að keppa við gestina og fyrri daginn var gengið til orustu við Tý. Fyrst áttust yngri flokkarnir við og veitti gestunum betur en leiktíminn var styttur frá því venjulega. Svo gengust að þeir fullorðnu. Sigurður Grétar Guðmundsson lýsti þessu á litríkan hátt í afmælisblaði Breiðabliks. Hart var barist og helst virtist honum að leikmenn álitu sjálfa sig nautabana en andstæðinginn tudda. Svo fór að sterkasti leikmaður Breiðabliks, varnartröllið Ármann J. Lárusson, hlaut skurð á enni sem þurfti að sauma saman. Varamenn voru engir og þá var sendur hraðboði í búningsklefann til drengjanna og Jón Ingi beðinn að hlaupa í skarðið. Ekki þurfti að biðja hann tvisvar þannig að hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki 15 ára gamall og þá nýbúinn að leika með 3. flokki. Jafntefli varð í leiknum. Daginn eftir var keppt við Þór og aftur unnu gestirnir í yngri flokknum. Ekkert var sagt frá úrslitum í þeim eldri sem gefur vísbendingu um að Eyjamönnum hafi veitt betur. Ekki var harkan minni þá eins og segir í frásögn Sigurðar Grétars: „Var sá leikur líkur þeim fyrri nema að nú virtist enginn vera nautabani en allir tuddar.“ Jón Ingi lék báða leikina þann dag og Sigurður Grétar skjalfesti þetta þannig: „Jón Ingi keppti alla fjóra leikina og slapp lifandi. Var það þakkað því að honum hefði ætíð tekist að flýja andstæðingana á réttu augnabliki.“157 Á afmælisári Umf. Aftureldingar 1959 tókst félaginu að fullgera malarvöll við Varmá og var hann vígður 12. júní 1959. Hápunktur dagsins var knattspyrnuleikur milli eldri flokka Aftureldingar og Breiðabliks. Heimamenn lögðu sig alla fram á þessum hátíðisdegi og gersigruðu Kópavogsbúa 6:2. Þetta snerist við á héraðsmótinu því þar sigraði Breiðablik. Þegar kom að héraðsmótinu 1960 voru Blikar á mikilli uppleið og gersigruðu Mosfellinga í þessum eina leik sem héraðsmótið var. Lokatölur urðu 8:2 Kópavogsbúum í vil. Röskum sveinum þótti þunnur þrettándi að keppa einu sinni á ári í héraðsmóti og á þingi UMSK árið 1961 var flutt tillaga um að breyta keppnisfyrirkomulagi mótsins þannig að leiknar væru tvær umferðir, heima og að heiman og markafjöldi réði úrslitum væru félögin jöfn að stigum. Þetta rann greiðlega í gegn á þinginu en var þó aldrei notað á héraðsmóti því það féll niður sumarið 1961. Héraðsmótið féll einnig niður sumarið 1962. Helsta ástæðan var sú að knattspyrnan hafði lagt upp laupana hjá Aftureldingu en risið upp hjá Breiðabliki. Þar á bæ lögðu menn meiri áherslu á keppni í Íslandsmótinu en hið rislága héraðsmót sambandsins sem lagst var í dvala. Breiðablik var þá eina félag sambandsins sem nokkuð kvað að á knattspyrnusviðinu og þar var æft í öllum Frá vígsluleiknum á Varmá 1959. Knötturinn stefnir í mark Breiðabliks. Ármann J. kemur Friðbirni Guðmundssyni markverði til hjálpar og býst til að bjarga á línu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==