183 mundsson var ráðinn þjálfari árið 1956 og heilmikið líf færðist í iðkun fótboltans. Tveir flokkar voru æfðir og léku ýmsa æfingaleiki þótt ekki færi mikið fyrir sigrum. Meira að segja var farið í keppnisferðir til Sandgerðis og Hveragerðis. Vannst annar leikurinn en hinn tapaðist og enginn veit lengur hvor var hvað. Hér er við hæfi að vitna í tíu ára afmælisblað Umf. Breiðabliks en þar segir svo frá þessum fyrstu árum knattspyrnunnar: Knattspyrnufl. Breiðabliks háði hér marga hildi við nágrannana svo sem Hafnfirðinga, Sandgerðinga, Hvergerðinga, vörubílstjóra, afgreiðslumenn og púlshesta. Var svo komið að nálega var ekkert félag eða starfshópur sem ekki hafði fengið að kenna á hinum vígreifu köppum úr Kópavogi.154 Sem fyrr segir voru íþróttamenn Aftureldingar að leika sér í knattspyrnu um þetta leyti og á þingi UMSK árið 1954 voru samþykkt tilmæli til stjórnarinnar um að koma á héraðsmóti í knattspyrnu. Ekkert varð úr því móti vegna ágreinings á milli Aftureldingar og Breiðabliks. Á ársþingi UMSK 1955 var málið tekið upp aftur og skipuð sáttanefnd með formann sambandsins sem oddamann. Sættir tókust en knattspyrnumótið fórst fyrir vegna lítKapplið Breiðabliks sem fór til keppni við Vestmannaeyinga 1958. Fremri röð: Magnús Tryggvason, Björgvin Guðmundsson, Gunnlaugur Sigurgeirsson, Hilmar Björnsson og Sverrir Guðmundsson. Efri röð: Gylfi Guðmundsson, Ármann J. Lárusson, Grétar Kristjánsson, Sigmundur Eiríksson, Þorsteinn Steingrímsson og Árni Kristmundsson. Knattspyrnulið Breiðabliks í 3. flokki 1958. Fremri röð: Halldór Skaftason, Jakob Ólason, Jóhann H. Jónsson, Guðmundur Þórðarson og Helgi Vattnes. Efri röð: Hermann Hermannsson þjálfari, Geir Magnússon, Guðmundur H. Jónsson, Jón Ingi Ragnarsson, Reynir Jónsson, Gudmund Thorsbro, Daði E. Jónsson og Björgvin Guðmundsson, formaður Breiðabliks.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==