182 árið 1932. Menn æfðu knattspyrnu á sunnudögum og kepptu við knattspyrnufélagið Þránd úr Skuggahverfinu í Reykjavík í nokkur skipti. Á fjórða áratugnum kepptu Aftureldingarmenn við ýmsa vinnuhópa í sveitinni, svo sem erlenda garðyrkjumenn, verkamenn við hitaveituna og vinnumenn frá Korpúlfsstöðum. Á stríðsárunum var stundum keppt við setuliðið í Mosfellssveit sem var býsna fjölmennt. Lítið fór fyrir æfingum fyrst eftir stríðið en árið 1949 er minnst á knattspyrnu í ársskýrslu félagsins með þessum orðum: „Knattspyrna stunduð nokkuð.“152 Mosfellingar kepptu stundum við ýmsa vinnustaðahópa á fimmta og sjötta áratugnum. Boltasparkið var þó fremur laust í reipunum og heldur hugsað sem æfing til skemmtunar en keppni. Þjálfari var enginn og gat brugðið til beggja vona með samkomulagið hjá kappsfullum sparkendum. Árið 1953 var rætt um að útvega æfingastjóra hjá félaginu því annars gætu deilur og illindi náð yfirhöndinni á æfingum. Af því varð ekki og væntanlega hafa menn náð að stilla skap sitt. Á þessum árum stóð knattspyrnan handknattleik og frjálsíþróttum langt að baki innan Aftureldingar en reyndar voru það sömu menn sem stunduðu allar þessar greinar. Sama var uppi á teningnum hjá Breiðabliki. Þeir áhugasömustu stunduðu bæði knattspyrnu og frjálsíþróttir en ekki var boðið upp á fleiri greinar hjá félaginu. Á fyrstu árum Breiðabliks var knattspyrnan talsvert stunduð en ekki skipulega fremur en hjá Aftureldingu. Æft var á kvöldin á íþróttavellinum við Kópavogsbraut. Skipulag var ekkert og æfingatímar óvissir. Menn mættu bara einhverntíma, skiptu í tvö lið og fóru ekki heim fyrr en þeir voru orðnir þreyttir. Flokkaskipting var engin og losarabragur á mörgu. Menn komu einhverntíma kvöldsins og fóru ekki fyrr en þreytan rak þá til þess. Það gat borið við að 20 til 30 væru inni á vellinum samtímis því engum var vísað frá. Þetta hentaði ungu drengjunum í Kópavogi vel og íþróttavöllurinn varð þeirra annað heimili. Kristbjörn Árnason var að alast upp í Kópavogi á þessum tíma og sagði frá í endurminningum sínum: Eftir að fótboltavöllurinn var byggður varð hann daglegur vettvangur okkar svo sem áður er lýst. Við komum gjarnan upp úr hádeginu og vorum í fótbolta í tvo til þrjá klukkutíma, síðan var farið heim í kaffitímann og svo út á indíánaslóðir sem gátu endað með rosalegum bardögum eftir mikinn stríðsdans og hópefli. Eftir kvöldmatinn var alltaf farið á fótboltavöllinn þar sem allar kynslóðir spiluðu saman fótbolta. Við pollarnir vorum hafðir í vörn og við margir urðum síðar sérfræðingar í að renna okkur fyrir fæturna á stóru körlunum. Alveg var ég óhræddur við að renna mér í fæturna á glímukóngi Íslands og oft kom það fyrir að þessi stóri og prúði maður veltist um mig á vellinum. Maður gerði sér enga grein fyrir því þá að þetta gat verið hættulegt og aldrei varð Ármann [J. Lárusson] reiður við mig.153 Þegar frá leið fóru menn að hugleiða að koma einhverju skipulagi á knattspyrnuna innan Breiðabliks. Steinn GuðKnattspyrnulið Aftureldingar 1950. Fremri röð: Friðrik Pétursson, Sigurjón Jóhannsson, Guðmundur Magnússon, Halldór Lárusson, Þorlákur Guðmundsson og Jón Ólafsson. Efri röð: Skúli Skarphéðinsson, Tómas Lárusson, Jón M. Guðmundsson, Helgi Jónsson og Skúli Skúlason. Myndin er tekin á Tungubökkum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==