181 aldrei hafði keppt í sundi fyrr. „Þessu var safnað saman til að ná í stig og við náðum í þriðja sæti. Þarna voru miklar sunddrottningar úr Keflavík og víðar,“ sagði Þuríður síðar.150 UMSK reyndi fyrir sér í knattspyrnu sem var ný landsmótsgrein og sendi sameiginlegt lið Aftureldingar og Breiðabliks á mótið undir merkjum héraðssambandsins. Fyrst var háð forkeppni við lið Héraðssambandsins Skarphéðins sem vannst með þremur mörkum gegn einu. Þar með var búið að tryggja förina á Þingvöll. Þegar þangað kom biðu þeirra viðureignir við andstæðinga frá HSÞ og USVH. Fyrri leikurinn gegn VesturHúnvetningum vannst með yfirburðum, átta mörkum gegn engu og Þingeyingar lögðu Húnvetninga 7:1. Þá var komið að úrslitaleik við Þingeyinga sem tapaðist 4:1. UMSK hlaut því silfursætið sem var hinn ágætasti árangur. Handboltastúlkur UMSK léku hörkuleik við Skagfirðinga en aðeins þessi tvö lið tóku þátt í keppninni. Leiknum lauk með sigri sunnanstúlkna sem skoruðu sjö mörk en þær norðlensku fimm. Þar með unnu þær sitt þriðja landsmótsgull sem var frábær árangur. Í frjálsíþróttum var gengið ekki uppi á allt of marga fiska. Frjálsíþróttir kvenna voru næstum nafnið tómt á mótinu því aðeins var keppt í spretthlaupi og boðhlaupi. Þar með voru margar góðar frjálsíþróttakonur útilokaðar eins og til dæmis Ragna Lindberg sem vann kúluvarpið á landsmótinu á Akureyri. UMSK reyndi þó að standa í ístaðinu og sendi boðhlaupssveit kvenna sem hafnaði í fimmta og síðasta sæti. Hörður Ingólfsson vann sér inn sæti í úrslitum 100 metra hlaupsins en tognaði í langstökkskeppninni og gat því ekki verið með. Janus Eiríksson tók nú þátt í sínu sjöunda landsmóti í 100 metra hlaupi en mátti muna sinn fífil fegri. Bestum árangri náði Ólafur Ingvarsson sem varð annar í langstökki og náði eina verðlaunasæti sambandsins í frjálsíþróttakeppninni. Hörður Ingólfsson varð fjórði. Með Hörð tognaðan var boðhlaupskeppni úr sögunni og í öðrum greinum vermdi UMSK botnsætin. Ferðin á Þingvöll var engin sérstök frægðarför. Alls mörðu Kjalnesingar [UMSK] 26 stig sem færði þeim sjöunda sætið í heildarstigakeppninni. Nú fengu sex fyrstu menn stig en hefði eldri stigatalan gilt með fjóra efstu menn hefðu stigin ekki orðið nema 12.151 Knattspyrnan kemur til sögunnar Bæði Kjósarmenn og Mosfellingar höfðu leikið sér í knattspyrnu á árum áður en fljótlega þótti þeim fyrrnefndu nóg að elta sauðkindur á smaladögum og hættu að eltast við boltann. Mosfellingar fengust minna við fé og fyrst var keyptur fótbolti til afnota hjá félaginu Frá handboltakeppninni á Þingvöllum 1957. Herborg Kjartansdóttir og Björg Jónsdóttir sjá til þess að Skagfirðingar handsami ekki boltann. Stefán Ólafur Jónsson afhendir handboltastúlkum UMSK bikar fyrir sigur á Þingvöllum 1957. Ragna Lindberg fyrirliði veitir bikarnum viðtöku. Næstar henni eru Þóra Jónsdóttir og Dröfn Hafsteinsdóttir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==