Aldarsaga UMSK 1922-2022

176 nagla niður úr skónum. Helsta keppniskona Breiðabliks, Kristín Harðardóttir sem þá var aðeins 14 ára, lýsti þessu þannig fyrir söguritara: Við vorum svo sveitó. Við höfðum aldrei séð gaddaskó og vissum ekkert hvað þetta var. Við kepptum bara á strigaskónum, þekktum ekkert annað. Ég stökk á strigaskóm í langstökkinu og tókst að bæta mig um 60 sentimetra þótt ég væri óvön að stökkva af svona fínum langstökksplanka. Svo í boðhlaupinu voru bara tvær sveitir, það vorum við og önnur sveit frá Ármanni. Ég tók síðasta sprett og þegar ég hljóp þarna í kapp við stelpuna frá Ármanni fóru allir áhorfendurnir að hrópa: „Áfram Stína, áfram Stína!“ Reyndar skildi ég ekkert í að þeir vissu hvað ég héti en mátti ekkert vera að pæla í því. Vildi bara ekki valda þeim vonbrigðum svo ég herti mig og tókst að verða á undan í mark. Það var ekki fyrr en eftir hlaupið að ég komst að því að hin stúlkan hét líka Kristín og auðvitað voru allir þarna að hvetja hana!139 Kristín sigraði í langstökki með yfirburðum, stökk 4,60 m og sveit Breiðabliks sem keppti undir nafni UMSK sigraði í 4 x 100 m boðhlaupinu og þar með eignaðist félagið sína fyrstu Íslandsmeistara. Ragna Lindberg frá Umf. Dreng sigraði í kringlukasti svo kvennameistarar UMSK urðu fimm talsins. Arthúr Ólafsson varð þriðji í kúluvarpi og var eini karlinn frá UMSK sem vann til verðlauna.140 Þegar hér var komið sögu var Breiðablik orðið allsráðandi á íþróttasviðinu innan UMSK, bæði í handbolta, fótbolta og frjálsíþróttum. Það var engu líkara en gömlu félögunum, Aftureldingu og Dreng, hafi fallist hendur þegar Breiðablik stökk fram á sjónarsviðið með þessum eftirminnilega hætti því þátttaka þeirra í héraðsmótinu í frjálsum var ekki svipur hjá sjón næstu árin. Spútniklið Breiðabliks hélt hinsvegar uppteknum hætti og sló hvergi af. Það sigraði í héraðsmótinu fimm ár í röð og vann gripinn Ólafsnaut til eignar árið 1962. Árangur félagsins vakti athygli langt út fyrir héraðið. Breiðablik var orðið stórveldi í frjálsíþróttum.141 Eldhugar Breiðabliks Velgengni Breiðabliks í Kópavogi þegar líða tók á sjötta áratuginn kom ekki af sjálfu sér. Félaginu fylgdi sú gæfa að þegar við upphaf þess og stöðugt eftir það risu upp miklir eldhugar sem hvergi sáu vandamál við að lyfta félaginu í hæðir á félags- og íþróttasviðinu, heldur aðeins verkefni sem þurfti að vinna. Stofnendurnir og fyrstu stjórnarmenn, Guðmundur Guðmundsson og þá ekki síður Gestur Guðmundsson, voru óþreytandi í störfum sínum og hvatningu og svo kom næsta kynslóð og hélt merkinu hátt á loft. Á tíu ára afmæli sínu gaf Breiðablik út afmælisblað og hvatningarávarp Björgvins Guðmundssonar, formanns félagsins, er lýsandi fyrir þann sóknarhug sem einkenndi starfsemina á öllum vígstöðvum. Það var einmitt um þetta leyti sem Breiðablik var að yfirtaka íþróttastarfsemi héraðsins eins og hún lagði sig. Hér kemur ávarp Björgvins örlítið stytt: Þó fölskva hafi slegið á starfsemi ungmennafélaganna víða um land og þau hafi meira og minna breytzt í íþróttafélög. Þá verður því ekki Björgvin Guðmundsson var formaður Breiðabliks á uppgangsárum þess 1956– 1962. Grétar Kristjánsson í hástökkskeppni og fer yfir rána á sniðstökki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==