Aldarsaga UMSK 1922-2022

174 Haustið 1950 fór fyrsta íþróttamót félagsins fram á nýruddu svæði neðan Kópavogsbrautar. Þar var reyndar ekkert pláss fyrir hlaup svo þau fóru fram á túnum þar í nágrenninu. Keppt var í frjálsíþróttum og stigahæstur varð Ingvi Guðmundsson. Vorið 1951 fékk félagið til afnota lítið svæði á Kópavogshálsinum við Digranesskóla. Þar var gerð 200 metra hringbraut og sett upp sandgryfja fyrir stökk. Þetta sumar voru í fyrsta sinn sendir keppendur á héraðsmótið að undangengnu úrtökumóti innan félagsins. Ekki unnu þeir til neinna verðlauna en mjór var mikils vísir. Á svokölluðu meistaramóti félagsins um haustið var keppt í ellefu íþróttagreinum karla. Ingvi Guðmundsson varð meistari í sjö greinum, Samúel Guðmundsson í þremur og Þorsteinn Steingrímsson í einni. Sveinalið Breiðabliks á héraðsmóti UMSK 1958. Guðmundur H. Jónsson, Lárus Lárusson, Egill Thorlacius, Jóhann H. Jónsson, Sigurður Stefánsson, Guðmundur Þórðarson, Daði E. Jónsson og Jón Ingi Ragnarsson. Ármann J. Lárusson varpar kúlunni í bæjakeppni Hafnarfjörður – Kópavogur 1959. Arthúr Ólafsson varpar kúlunni í bæjakeppni Hafnarfjörður – Kópavogur 1959.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==