Aldarsaga UMSK 1922-2022

170 til keppni á landsmótið á Þingvöllum 1957. Níu stúlkur völdust í liðið en þegar til átti að taka voru Skagfirðingar eini andstæðingurinn. UMSK átti harma að hefna frá því um árið í Hveragerði en höfðu þó svarað fyrir sig á Akureyri 1955 þar sem Skagfirðingar máttu lúta í gras. Nú var haldið áfram á sömu braut og sigurinn féll UMSKstúlkunum í skaut sem skoruðu sjö mörk á móti fimm. Skagfirðingar voru með öflugt lið með Íslandsmethafann í kúluvarpi, Oddrúnu Guðmundsdóttur, fremsta í flokki en það dugði ekki til því UMSK var með ennþá öflugri sóknarmann í sínu liði. Ragna Lindberg var þar fyrirliði. Hún var hávaxin og sterk enda firna öflugur kúluvarpari og skoraði flest mörk liðsins. „Við reyndum að koma boltanum á hana,“ sagði Þóra Jónsdóttir í Blönduholti, „því Ragna hristi alla varnarmenn af sér og skoraði ef hún komst í færi. Hún var hinsvegar ekkert að flýta sér í vörnina, það var ekki hennar hlutverk.“130 En þetta var svanasöngur handboltans hjá íþróttakonum Aftureldingar og Drengs. Eftir þetta lögðust æfingar niður og ekki var framar rætt um sameiginlegt handboltalið félaganna. Reynt var að endurvekja handboltann hjá Dreng með handboltanámskeiðum árin 1960 og 1961 en allt kom fyrir ekki. Ekki vantaði það að 18 manns tóku þátt í námskeiði 1960 hjá Axel Andréssyni, sendikennara ÍSÍ, en ekkert framhald varð á því og engar æfingar voru stundaðar 1962. Hjá Aftureldingu var lítilsháttar æft um sumarið en svo var sagan öll. En einn kemur þá annar fer og um þetta leyti hóf stúlknahópur um og undir fermingu sem allar voru nemendur í Kópavogsskóla að æfa handbolta á vegum Umf. Breiðabliks. Sumarið 1958 stunduðu þær æfingar hjá Herði Ingólfssyni frá vori og fram á vetur. Handboltinn kom í stað leikfimi þar sem ekkert íþróttahús var til við skólann. Sumarið 1959 var farin keppnisferð til Akureyrar og Húsavíkur og leiknir tveir leikir, sem jafnframt voru fyrstu leikir Breiðabliks og unnust báðir. Leikurinn gegn Þór á Akureyri fór 2:0 fyrir Breiðablik og Völsungar á Húsavík voru lagðir að velli með 11:7. Þetta efldi vitanlega sjálfstraustið hjá stúlkunum í Kópavogi. Leiknir voru ýmsir æfingaleikir á árinu og ágæt liðsheild myndaðist en ekki var keppt á neinu móti. Þetta voru sömu stúlkurnar og kepptu í frjálsíþróttum fyrir Breiðablik en þar var Kristín Harðardóttir fremst í flokki. Fyrsta landsliðskona Breiðabliks í handbolta var Sigrún Ingólfsdóttir sem var í hinu sigursæla landsliði sem varð Norðurlandameistari 1964. Handboltakeppni í 2. deild í Hálogalandi 1962, Breiðablik gegn ÍBK. Kristín Harðardóttir fer inn af línunni í dauðafæri. Svava Magnúsdóttir fylgist með. Handboltalið Breiðabliks í keppnisför á Akureyri 1962. Edda Halldórsdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Kristín Harðardóttir, Ester Bergmann, Bára Eiríksdóttir, Sigrún Kristinsdóttir, Svava Magnúsdóttir og Björgvin Guðmundsson, formaður handknattleiksdeildar. Arndís Björnsdóttir markvörður er fyrir framan hópinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==