169 háll og völlurinn gljúpur undir fæti. „Já, það var sko rigning,“ sagði ein úr hópnum, Svava Ingimundardóttir frá Hrísbrú. „Það var lygnt og ekki beint kalt en gerði ekki betur en stelpurnar héldu á sér hita í leiknum.“128 Það var auðvitað ekki ávísun á góðan árangur að stunda bara æfingar á þriggja ára fresti enda fór sem fyrr að UMSKstúlkur töpuðu öllum sínum leikjum og urðu í fjórða sæti. Í Hveragerði kepptu eftirtaldar stúlkur: 1. Marta María Hálfdánardóttir Mosfelli A 2. Svava Ingimundardóttir Hrísbrú A 3. Þuríður Hjaltadóttir Æsustöðum A 4. Freyja Norðdahl Úlfarsfelli A 5. Salome Þorkelsdóttir Blómvangi A 6. Ingunn Finnbogadóttir Álafossi A 7. Hrafnhildur Ágústsdóttir Hækingsdal D Fyrir landsmótið á Eiðum 1952 voru æfingar bæði í Mosfellssveit og Kjós. Hörður Ingólfsson í Fitjakoti þjálfaði stúlkur Drengs en Guðjón Hjartarson á Álafossi sá um liðskonur Aftureldingar og var liðsstjóri á Eiðum. Fimm stúlkur úr Kjós og aðrar fimm úr Mosfellssveit voru valdar í liðið sem sent var til Eiða. Þegar til kastanna kom var aðeins eitt lið í andstæðingahópnum en það var líka frá UÍA og þessvegna á heimavelli. Svo fór leikurinn fram og honum lauk með sigri stúlknanna úr UMSK en lokatölur urðu 2:0. Ekki fer sögum af gæðum handboltans við þessar aðstæður en Svava Ingimundardóttir á Hrísbrú gaf honum ekki háa einkunn. „Ja lélegar vorum við, en þær voru ennþá lakari,“ var umsögn hennar.129 En sigurinn var góður og gildur og gaf heil fjögur stig í safnið. Síðar um sumarið kepptu UMSK-stúlkur í handbolta við stúlkur af Akureyri samhliða karlakeppni í frjálsíþróttum sem fram fór á Tungubökkum í lok ágúst en ekki er getið úrslita í þeim leik. Árið eftir, 1953, var farið í keppnisferð til Akureyrar í frjálsíþróttum og handbolta. „Vann sambandið frjálsíþróttakeppnina en tapaði handknattleiknum. Voru móttökur Akureyringa höfðinglegar mjög og þeim til sóma og ferðalagið í heild hið ánægjulegasta,“ stóð í þinggerð UMSK. Ekki varð framhald á slíkum handboltakeppnum eftir þetta því þegar þrjú og jafnvel fjögur sambönd voru farin að keppa samtímis í frjálsíþróttum varð handboltinn útundan vegna tímaskorts. Þetta sama sumar, 1953, kepptu lið Aftureldingar og Drengs innbyrðis á héraðsmóti UMSK á Tungubökkum. Engar skýrslur hafa varðveist um þá keppni en myndir sem teknar voru tala sínu máli. Vitað er að liðin áttust stundum við en óvíst er hvort nokkurt framhald varð á keppni þeirra opinberlega, allavega er þeirra ekki getið í mótaskýrslum og iðkendur frá þessum tíma telja að slíkar keppnir hafi verið fremur óformlegar og einkum stundaðar á æfingum á Tungubökkum. Aftureldingarstúlkur æfðu í Hálogalandi um veturinn og komu því nokkuð sprækar til leiks um vorið. Þá var blásið til sameiginlegra æfinga. Kvennaliðið æfði nokkuð vel fyrir landsmótið á Akureyri 1955 enda viðraði sæmilega um vorið þótt sumarið væri annálað rigningarsumar. Átta voru í keppnishópnum frá Aftureldingu og Dreng. Fjórar voru frá hvoru félagi og ætluðu sér ekkert nema sigur. Andstæðingarnir voru frá þremur samböndum. Það voru Eyfirðingar, Skagfirðingar og Snæfellingar. Engum sögum fer af einstökum viðureignum en úrslitin urðu þau að UMSK-stúlkur unnu alla sína leiki og stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins. Hörður Ingólfsson var þjálfari kvennaliðsins sem fór Sigurlið UMSK í handbolta á Akureyri 1955. Marta María Hálfdánardóttir, Sigrún Andrésdóttir, Þóra Jónsdóttir, Björg Jónsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Ragna Lindberg og Herborg Kjartansdóttir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==