168 höfðu ekki séð handbolta fyrr en nokkrum vikum áður. Þær létu þetta þó ekkert á sig fá því ferðin var skemmtileg, mótið frábært og veðrið gott. Freyja Norðdahl var mikil keppniskona og jafnan þar sem sóknin var hörðust. Í öðrum leiknum fengu UMSKstúlkurnar aukakast rétt við vítateig og Freyja tók aukakastið. Hún sneri sér á punktinum og skoraði glæsilegt mark. En fagnaðarlætin létu á sér standa og ástæðan var sú að hún hafði gleymt sér í ákafanum og skorað í eigið mark.126 Þrátt fyrir þessa niðurstöðu var enginn bilbugur á Kjalarnes- og Kjósarstúlkum að taka þátt í handknattleiknum á næsta landsmóti, í Hveragerði 1949. Haustið áður hófu Mosfellingar að æfa handbolta einu sinni í viku að Hálogalandi. Skúli Skarphéðinsson á Minna-Mosfelli fór um sveitina með vörubíl á sunnudagsmorgnum og fyllti pallinn af íþróttafólki, drengjum jafnt sem stúlkum. Stúlkurnar voru þó talsvert færri enda var lítið verið að ýta undir þær til æfinga og keppni víðast hvar. Svipað gerðist í Kjósinni. Þar æfðu stúlkur með drengjum en lítið var um markvissa kennslu fyrr en um vorið 1949. Þá voru íþróttakennararnir Jón Þórisson og Hafsteinn Guðmundsson fengnir til að kenna stúlkunum í Aftureldingu og Dreng. Svo þegar valið var á landsmótið í Hveragerði var aftur myndað lið frá báðum félögunum og farið að æfa. Þrjú lið kepptu þar auk UMSK: Skagfirðingar, Þingeyingar og Snæfellingar sem sigruðu. Salome Þorkelsdóttir á Blómvangi, síðar alþingismaður, minntist þess að leikurinn gegn Snæfellingum tapaðist stórt. „Já þær burstuðu okkur,“ sagði hún.127Keppnin fór fram á laugardeginum í úrhellisrigningu. Knötturinn var sleipur og Handknattleikslið Aftureldingar á Tungubökkum 1953. Fremri röð: Dröfn Hafsteinsdóttir, Arnfríður Ólafsdóttir og Kristín Þorkelsdóttir. Efri röð: Þuríður Hjaltadóttir, Guðlaug Gunnarsdóttir, Herborg Kjartansdóttir og Sigrún Andrésdóttir. Sigurlið UMSK í handknattleik á landsmótinu á Eiðum 1952. Fremri röð: Herdís Jónsdóttir Blönduholti, Ragna Lindberg Flekkudal, Marta María Hálfdánardóttir Mosfelli, Sóley Tómasdóttir Felli og Kristín Þorkelsdóttir Reykjahlíð. Aftari röð: Guðjón Hjartarson Álafossi þjálfari, Hrafnhildur Ágústsdóttir Hækingsdal, Gerður Lárusdóttir Tröllagili, Þuríður Hjaltadóttir Æsustöðum, Svava Ingimundardóttir Hrísbrú og Unnur Inga Pálsdóttir Grjóteyri.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==