Aldarsaga UMSK 1922-2022

161 Svíaveldi. Svo var flogið til Kaupinhafnar og síðan haldið með lest rakleiðis til Sönderborg á Jótlandi. Þar var gist í íþróttaskólanum í Sönderborg sem hefur hýst allmarga íslenska nemendur. Þar var íslenskur kennari skólans, Jón Þorsteinsson frá Dalvík, sem var hópnum innan handar meðan hann dvaldist þar. Skólinn er mjög glæsilegur og byggður til minningar um Kristján tíunda, síðasta kóng okkar Íslendinga. Skólinn er staðsettur nærri landamærum Þýskalands og þar eru minnismerki um fallna hermenn úr stríðinu 1864 þegar Þjóðverjar hirtu Slésvík af Dönum. Það var tilfinningarík stund þegar hópurinn staðnæmdist við minnismerki um fallna Íslendinga úr þeim ófriði. Svo var hópnum skipt niður í fimm tveggja manna hópa og danskir bændur heimsóttir til að kynnast dönskum búnaðarháttum af eigin raun. Stóð sú heimsókn í tvo daga. Öllum var vel tekið og búskapur heimamanna var myndarlegur. Sýndist aðkomufólkinu hver lófastór blettur ræktaður. Aftur á móti fannst þeim haglendið lélegt og hefðu varla boðið hestum upp á kúahagana sem þarna voru. Skýringin var að langvarandi þurrkar hefðu leikið landið svo enda fengu kýrnar stóran skammt af grasfóðri og korni kvölds og morgna. Samkomuhús voru vistleg og einnig ágætir íþróttavellir. Kirkjugarðar voru þannig skipulagðir að hver ætt átti sinn afmarkaða reit og var metnaður þar á milli að huga sem best að sínum forfeðrum og formæðrum. Svo voru danskir vinir kvaddir með þakklæti og haldið aftur til Kaupmannahafnar. Þar var dvalist í þrjá daga og kannaðar dásemdir höfuðborgarinnar. Farið í dýragarðinn og skoðuð furðudýr frá fjarlægum löndum og auðvitað var farið í Tívolí. Svo skoðuðu menn ráðhúsið, söfn, kirkjur, baðstaði og ótal margt fleira. Komin voru mánaðamót þegar flogið var heim með Loftleiðavélinni Eddu og var þá kominn hálfur mánuður frá því lagt var af stað. Förin var öll hin ánægjulegasta og þátttakendum til mikils gagns og gleði að sögn Axels Jónssonar. Niðurlag ferðasögunnar hans Axels var á þessa leið: Það var fögur og ógleymanleg stund að sjá okkar fagra land árla morguns. Jöklarnir, fjöllin, spegilsléttur sjórinn. Allt var svo stórbrotið og svipmikið. Loftið tært. Ágætri ferð var lokið og við vorum komin heim aftur.112 Drengur reisir Félagsgarð Það sem háði ungmennafélögunum mest var vöntun á góðu húsnæði til að halda samkomur og fundi. Löngum var notast við lítil og léleg fundarhús hreppanna, svokölluð þinghús og samkomuhús Aftureldingar, Brúarland í Mosfellssveit, þótti nánast höll á sínum tíma þótt það væri ekki nema 160 fermetrar að grunnfleti. Kléberg á Kjalarnesi var ennþá minna en þessi hús voru fyrst og fremst byggð sem skólahús. Verst var ástandið í Kjósinni því gamla þinghúsið á Reynivöllum var ekki nema 50 fermetrar að stærð og því allsendis ófullnægjandi fyrir þessa fjölmennu sveit. Ungmennafélagið Drengur átti fjórðungshlut í húsinu á móti hreppnum sem metinn var á 750 krónur. Nú vildu forystumenn þessa stóra og öfluga félags fara að byggja veglegra hús fyrir starfsemina. Húsbyggingarsjóður félagsins var stofnaður á aðalfundi 1933 en tillaga um að hann yrði jafnframt skólabyggingarsjóður var snarlega felld. Ungmennafélagar vildu sitja einir að sínu húsi. Tekjur sjóðsins voru ákveðnar helmingur allra tekna af skemmtunum félagsins ásamt öðrum tekjum. Stofnfé sjóðsins var 24 krónur sem lagðar voru í sparisjóðsbók eftir fundinn. Sjö manna húsbyggingarnefnd var kosin og hún lagði fram eftirfarandi ályktun á aðalfundi 1935: „Aðalfundur Umf. „Drengur“ samþykkir að byggja funda- og samkomuhús fyrir félagið eins fljótt og því verður við komið.“113 Þetta mál þótti svo mikilsvert að hver og einn fundarmaður var spurður um vilja sinn í málinu að viðhöfðu nafnakalli. Já sögðu 36 fundarmenn, níu voru hlutlausir og einn á móti. Það var því eindreginn vilji fyrir húsbyggingunni innan félagsins. Þá var samþykkt einróma að húsbyggingarnefnd hefði með höndum fjársöfnun og framkvæmd málsins. Formaður hennar lengi vel var Gestur Andrésson á Hálsi en þegar framkvæmdir hófust fyrir alvöru tók Njáll Guðmundsson í Miðdal við forystunni. Nefndin starfaði kröftuglega, hélt hlutaveltur og safnGestur Andrésson á Hálsi var formaður húsbyggingarnefndar Félagsgarðs á undirbúningstímanum. Njáll Guðmundsson í Miðdal var formaður húsbyggingarnefndar meðan bygging Félagsgarðs stóð yfir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==