Aldarsaga UMSK 1922-2022

160 stjóri hópsins var Ármann Pétursson, formaður UMSK. Með í för var fyrri formaður, Axel Jónsson frá Hvítanesi og skrifaði hann um ferðina í Skinfaxa en hún var öllum þátttakendum mikil ævintýraferð. Allir lýstu því yfir skriflega að þeir vildu halda ferðareglur UMSK í hvívetna og á því plaggi mátti lesa nöfn ferðalanganna: Ármann Pétursson Eyvindarholti, Bessastaðahreppi Axel Jónsson Álfhólsvegi 33, Kópavogi Gestur Guðmundsson Skjólbraut 3a, Kópavogi Njáll Guðmundsson Ásgarði, Kjósarhreppi Helga Hannesdóttir Þingholtsstræti 14, Reykjavík Finnur Ellertsson Meðalfelli, Kjósarhreppi Jón Ólafsson Brautarholti, Kjalarnesi Bjarni Þorvarðarson Bakka, Kjalarnesi Gunnar Þórir Hannesson Hækingsdal, Kjósarhreppi Lilja Magnúsdóttir Írafelli, Kjósarhreppi111 Ungmennavikan sjálf fór fram í Fornby lýðháskóla í sænsku Dölunum dagana 16.–20. júlí. Fyrst var flogið til Osló en haldið svo beina leið til Kaupmannahafnar og gist þar um nóttina. Fæstir höfðu áður stigið fæti sínum í flugvél en allir dásömuðu flugferðina og hið ágæta starfslið Loftleiða. Daginn eftir var flogið til Stokkhólms en þaðan var ekið með járnbraut upp í Dalina. Fæstir höfðu áður ferðast með járnbraut en öllum féll vel við þennan farkost. Allir undruðust þann mikla skóg sem hvarvetna gaf að líta og töldu að Íslendingum þætti nokkuð þröngt um útsýnið mættu þeir búa við slíkt. Von bráðar var komið til Fornby og þar var hinum 110 þátttakendum raðað niður á herbergin. Þetta var fjölmennasta norræna vikan sem hafði verið haldin. 17. júlí var mótið sett og þá blöktu fánar allra Norðurlandanna við hún. Reyndar blöktu þeir ekki því alltaf var logn og 35 stiga hiti. Var ekki laust við að Íslendingum þætti fullheitt. Svo kynntu norrænu ungmennasamtökin starfsemi sína en það vakti undrun Íslendinganna að þau voru þrjú og fjögur í hverju landi í stað þess að hafa bara eitt Ungmennafélag Íslands eins og hjá okkur. Þarna voru meira að segja samtök frá Suður-Slésvík sem tilheyrir Þýskalandi en helmingur íbúanna þar talar einhvers konar dönsku. Svo voru skemmtiatriði frá hverju landi. Lesið upp, leikið og sungið og auðvitað sýndu Íslendingarnir glímu. Axel þagði um hverjir tóku það að sér en böndin berast að Kjósverjum. Svo var farið í kynnisferðir um nágrennið, sénar koparnámur í Falun og skoðuð „Ornastugan“, sem er upphafsstaður Vasagöngunnar. Sagan segir að Gústaf Vasa, landflótta kóngur Svía, hafi dvalist þar eina nótt á flótta sínum norður í land áður en hann gekk hina miklu 90 km skíðagöngu til Vasa og bjargaði bæði lífinu og kórónunni. Svíar og Finnar voru óþreytandi að leika blak en sá leikur var Íslendingum svo til óþekktur á þeim tíma. Þegar mótinu lauk, 20. júlí, var ferðalag UMSK-inga aðeins hálfnað. Þeir héldu rakleitt til Stokkhólms og dvöldust þar í tvo daga. Veður var gott og hópurinn fór á „Skansinn“ sem er helsti skemmtigarður Stokkhólmsbúa. Ferðalangarnir hrifust af mörgu sem þeir sáu og sannfærðust um að allir hlutir stæðu á traustum fótum í Axel Jónsson, fararstjóri hópsins sem fór til Norðurlanda, var sigursæll íþróttamaður á sínum yngri árum. Svíarnir í Fornby voru duglegir að spila blak, íþrótt sem Íslendingarnir höfðu aldrei séð áður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==