Aldarsaga UMSK 1922-2022

158 Halló Akureyri 1955 Keppnisferðir á landsmót UMFÍ eru meðal stærstu verkefna hvers héraðssambands og þá ekki síður landsmótshald. Vorið 1953 var leitað til UMSK og sambandið beðið að standa fyrir landsmóti í Kjósinni en þar var íþróttavöllur í smíðum. Þegar ljóst var að hann yrði ekki tilbúinn í tæka tíð varð Akureyri fyrir valinu og þar var haldið landsmót UMFÍ 1955. UMSK-fólk fór hópferð í rútu til Norðurlands og rómaði mjög móttökur heimamanna. Keppendur UMSK voru hátt í 30 og kepptu í handknattleik, starfsíþróttum og frjálsíþróttum. Enginn fór til keppni frá sambandinu í sundi og ekki heldur í glímu. Allir keppendur sambandsins voru klæddir í nýja samstæða keppnisbúninga, bláa og rauða að lit og jók það ekki lítið á samstöðu hópsins. Að vanda hafði UMSK sterku handknattleiksliði kvenna á að skipa og þær unnu öruggan sigur á liðum Skagfirðinga og Snæfellinga. Nú var búið að fjölga talsvert í starfsíþróttagreinum og átta karlar úr UMSK spreyttu sig í þeim með misjöfnum árangri. Eitt verðlaunasæti náðist því Gísli Ellertsson á Meðalfelli varð þriðji í kúadómum. Eina konan sem teflt var fram, Ragnheiður Jónasdóttir í Árholti, stóð sig þó enn betur. Hún hafði sigrað í borðlagningu á héraðsmóti UMSK og þótti líkleg til afreka en var hinsvegar svo tímabundin að hún gaf ekki kost á því að eyða mörgum dögum í ferðalagið. Stjórnarmenn UMSK hikuðu hvergi en buðu henni flugfar á Akureyri sem hún þáði. Frjálsíþróttakappinn Skúli Skarphéðinsson hafði þá nýverið afþakkað kostaboð ÍR-inga um að ganga í félagið og í þakklætisskyni var honum einnig boðið að fljúga norður í gamla Douglasinum sem gekk á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Ferðin gekk vel og þegar þau lentu var Ragnheiður drifin beint í að leggja á borð sem var fyrsta grein mótsins. Hún gerði sér lítið fyrir og sigraði glæsilega. Vakti það ekki litla gleði í tjaldbúðum UMSK. Hún undirbjó sig vel og hafði mikla yfirburði sem færði henni 99 stig af 100 mögulegum. Nokkur hópur karla og kvenna tók þátt í frjálsíþróttum. Kvennasveit UMSK var dæmd úr leik í boðhlaupinu fyrir ranga skiptingu en Ragna Lindberg í Flekkudal bætti það upp með góðum sigri í kúluvarpi. Þar urðu undarleg mistök hjá mótshöldurum því notuð Lið UMSK sem keppti á landsmótinu á Akureyri 1955. Fremri röð: Björg Jónsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Sigrún Andrésdóttir, Ragna Lindberg, Ragnheiður Jónasdóttir, Marta María Hálfdánardóttir, Dröfn Hafsteinsdóttir, Herborg Kjartansdóttir og Aðalheiður Finnbogadóttir. Efri röð: Ólafur Þór Ólafsson, Ólafur Ingvarsson, Árni Reynir Hálfdánarson, Ragnar Lárusson, Janus Eiríksson, Magnús Lárusson, Helgi Jónsson, Steinar Ólafsson og Gísli Ellertsson. Á mótinu kepptu 15 karlar og 10 konur frá UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==