Aldarsaga UMSK 1922-2022

156 með yfirburðum, hlaut 50 stig. Kjalnesingar fengu 12 en Drengir ekki nema sjö. Þrítugasta mótið var háð á Leirvogstungubökkum 3. september 1950. Keppendur voru 21, þar af 14 frá Aftureldingu en 7 frá Dreng. Nú var kominn til sögunnar smávaxinn en snarpur kappi frá Aftureldingu, Hörður Ingólfsson í Fitjakoti. Hann veitti Tómasi Lárussyni harða keppni á sprettinum og vann hann í langstökki. Tómas var stigahæstur keppenda með 14 stig en Hörður var annar með sjö. Spjótkast féll niður vegna vöntunar á spjóti og þar misstu sjö kappar af því að reyna með sér. Nú var mótið orðið einstefna því Afturelding vann með 49 stigum en Drengur varð að sætta sig við 11. Þrítugasta og fyrsta mótið var haldið á Hvalfjarðareyri. Sjá má í ársskýrslum félaganna að það fór fram en láðst hefur að skrá úrslitin í mótabókina. Óhætt mun hinsvegar að slá því föstu að Afturelding hafi unnið mótið. Þrítugasta og annað mótið fór fram á Tungubökkum 14. september 1952. Nú komu bræðurnir frá Dalsmynni aftur til leiks en langflestir keppendur voru frá Aftureldingu eða 11. Kjósverjar voru aðeins þrír og dæmdir til að láta í minni pokann. Þeir náðu þó 17 stigum sem mátti teljast gott en Mosfellingar unnu auðveldan sigur með 45 stigum. Nú var Skúli Skarphéðinsson á Minna-Mosfelli stigahæstur með 14 stig en hann vann bæði langstökk og langhlaup og var annar á sprettinum. Hann skákaði þar Tómasi á Brúarlandi sem kom næstur í stigagjöfinni. Eini sigurvegari Drengs var Magnús Lárusson í Káranesi sem vann kringlukastið. Þrítugasta og þriðja mótið var haldið á ófullgerðum íþróttavelli Drengs við Félagsgarð í Kjós 30. ágúst 1953. Keppendur voru 16, sjö frá hvoru félagi og að auki tveir frá Umf. Kjalnesinga. Allir keppendur unnu til stiga nema tveir. Tómas Lárusson vann enga grein en varð fjórum sinnum í öðru sæti og stigahæstur með 12 stig. Hörður Ingólfsson vann 100 m og langstökk, Árni Reynir Hálfdánarson kastaði lengst bæði kúlu og spjóti og Ásbjörn Sigurjónsson á Álafossi stökk hæst í hástökki. Kjósarmenn áttu tvo sigurvegara. Steinar Ólafsson sigraði í kringlukasti og Hreiðar Grímsson var úthaldsbestur í Halldór Lárusson var fræknasti íþróttamaður Aftureldingar á fimmta áratugnum og vann marga sigra á íþróttamótum Aftureldingar og Drengs. Guðmundur Þ. Jónsson í Laxárnesi var léttur á fæti og vann marga sigra í langhlaupum á mótum Aftureldingar og Drengs. Hann var glaðbeittur og stundum kallaður Guðmundur „mannsefni“.105 Mikill dansmaður og kvæntist á efri árum konu sem „fannst svo gaman að dansa við hann“.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==