Aldarsaga UMSK 1922-2022

150 jafnaðar átta í hverri grein. Bændur og bændasynir í Kjós einokuðu búfjárdómana en Mosfellingar voru flinkastir með traktorinn og snjallastir í starfshlaupinu. Steinar Ólafsson á Valdastöðum var fremstur í leyndardómum gæðinganna og Bergur Magnússon á Írafelli var best að sér um mjólkurkýrnar. Gísli Ellertsson á Meðalfelli var fjárglöggastur en víðast var keppnin afar jöfn. Bernharð Linn í Ullarnesi sló öllum við á traktornum með kerruna og Guðjón Hjartarson á Álafossi stóð sig best í starfshlaupi. Þarna kom þéttbýlið Mosfellingum til góða því báðir voru starfsmenn ullarverksmiðjunnar á Álafossi og það fjölgaði liðsmönnum Aftureldingar. Mjólkurfélag Reykjavíkur gaf sambandinu veglegan bikar til keppni í búfjárdómum og var samin reglugerð um gripinn í 10 greinum. Stig voru reiknuð til fimm efstu manna í hverri grein 5-4-3-2-1. Fyrst var keppt um MRbikarinn á mótinu 1957 og veitti Magnús Sæmundsson, formaður Drengs, honum viðtöku. Nákvæm stigatala hefur ekki varðveist en Drengsmenn sigruðu þrefalt í tveimur greinum og tvöfalt í einni og höfðu mikla yfirburði. Hjá Aftureldingu unnu menn aksturinn þrefalt en Drengir náðu öðru og þriðja sæti í starfshlaupi. Ungmennafélagar á Kjalarnesi báru skarðan hlut frá borði en fengu þó þriðja sæti í nautgripadómum. Dómarar voru Stefán Ólafur Jónsson og Pétur Hjálmsson, ráðunautur Búnaðarsambands Kjalarnesþings.93 Árið eftir, 1958, mættu ungmennafélagar af Kjalarnesi sterkir til leiks og sóttu að Kjósverjum í búfjárdómum. Þeir áttu meira að segja sigurvegarann í kúadómum, Jón Ólafsson í Brautarholti, formann félagsins. Kjósverjum tókst þó að halda bikarnum með 27 stigum en Kjalnesingar hlutu 18 stig. Mosfellingar virtust alveg utan gátta og sendu engan mann í þessar greinar. Nú höfðu Samvinnutryggingar gefið fagran grip til keppni í dráttarvélarakstri og þar sigruðu heimamenn af Kjalarnesi. Ólafur Haraldsson á Sjávarhólum ók manna best og tók bikarinn heim með sér. Gísli Ellertsson á Meðalfelli kom aftur á móti fyrstur í mark í starfshlaupi. Keppendur mótsins voru 17. Bernharð Linn var eini keppandi Aftureldingar en hann varð þriðji af ökuþórum.94 Á landsmóti hestamannafélaga á Þingvöllum sumarið 1958 kepptu tveir félagar frá Umf. Dreng í hestadómum með frábærum árangri. Gísli Ellertsson á Meðalfelli sigraði og Steinar Ólafsson á Valdastöðum varð fimmti. Þarna kom sér vafalaust vel æfingin af héraðsmótunum.95 Í sjötta sinn var efnt til keppni í starfsíþróttum hjá UMSK sumarið 1959. Mótið var haldið á íþróttavellinum við Félagsgarð í frekar óhagstæðu veðri. Umf. Drengur sá um mótið og lagði til átta keppendur en níu komu af Kjalarnesi. Mosfellingar sýndu mótinu engan áhuga og voru fjarstaddir og einnig keppendur frá öðrum félögum. Þess meiri áhuga sýndu þeir sem þarna áttust við en átta til tíu keppendur voru í hverri grein. Heimamenn voru hlutskarpastir sem fyrr og unnu flestar greinar með yfirburðum. Kjalnesingar slógu þeim þó við í kúadómum en þar sigraði Páll Ólafsson í Brautarholti. Reyndar voru fjórir fyrstu menn með sömu stigatölu. Heildarúrslit mótsins voru þau að Kjósverjar hlutu 43,5 stig gegn 16,5 stigum Kjalnesinga og unnu báða verðlaunagripina.96 Á þingi UMSK 6. mars 1960 kom fram óánægja með þróun starfsíþrótta innan UMFÍ. Töldu þingfulltrúar að lítið hefði verið unnið í fræðslustarfsemi af hálfu UMFÍ og keppni á landsmótum á þriggja ára fresti hefði lítið að segja til að útbreiða þessar skemmtilegu íþróttir. Var bent á samvinnu UMFÍ, Búnaðarfélags Íslands og Kvenfélagasambands Íslands til úrbóta.97 Sjöunda starfsíþróttamótið var haldið að Bakka á Kjalarnesi sumarið 1960. Þar kepptu eingöngu Kjósaringar og Kjalnesingar og mátti vart á milli sjá hvorir mættu sín betur. Pétur Lárusson Káranesi vann bæði sauðfjár- og hestadóma en Páll Ólafsson í Brautarholti var naumlega efstur í kúadómum. Helgi Jónsson í Blönduholti var slyngastur með dráttarvélina en keppni í öllum greinum var gífurlega jöfn. Umf. Drengur vann þetta mót eins og öll önnur, með 36,5 stigum gegn 23,5 stigum Kjalnesinga. Ekki voru haldin fleiri starfsíþróttamót hjá UMSK að sinni og þessar einstöku íþróttir með áherslu á sveitalífið hurfu af sjónarsviðinu eftir skammvinna gullöld innan sambandsins.98 Allt í lagi á Eiðum 1952 Sumarið 1952 var vorkoman góð á Eiðum og þá héldu menn landsmót ungmennafélaganna sem frestað var 1949. UMSK vildi gjarnan bæta fyrir lélega frammistöðu í Hveragerði 1949 og sendi 20 keppendur á landsmótið. Flestir í karlaliðinu voru frá Aftureldingu í Mosfellssveit en tveir þeirra úr Kjós. Tíu stúlkur kepptu fyrir UMSK í handknattleik og þrjár þeirra tóku þátt í frjálsíþróttum. Ferðin í langferðabíl til Eiða tók tvo heila daga og gist var á Laugum í Reykjadal. Það voraði seint á Austurlandi þetta sumar og UMSK-liðar ráku upp stór augu þegar þeir þurftu að aka eftir mannhæðarháum snjótröðum í Jökuldal snemma í júlí. En veðrið á Eiðum var gott og þar var engan snjó að finna.99 Á mótinu var keppt í hinum nýstárlegu starfsíþróttum sem áttu eftir að setja mikinn svip á landsmótin. Konur lögðu á borð en karlar kepptu í dráttarvélarakstri og starfshlaupi með ýmsum þrautum. UMSK átti einn kepp-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==