15 Saga UMSK 1922–1962 Haustið 2011 tók ég að mér að skrásetja 100 ára sögu Ungmennasambands Kjalarnesþings. Þeir Valdimar Leó Friðriksson, þáverandi formaður sambandsins, og Valdimar Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri, kynntu mér þá hugmynd að sagan yrði skrifuð í áföngum næstu árin og yrði tilbúin á aldarafmælinu 19. nóvember 2022. Mér leist vel á þetta og hóf skriftir snemma árs 2012. Fyrsti hluti verksins um tímabilið frá 1922 til 1942 var tilbúinn um vorið og prentaður í nokkrum eintökum um haustið. Þá var tekið hlé um sinn. Ég var svo heppinn að finna stofndag UMSK sem lengi hafði verið á reiki og þegar ég fór að skoða söguna kom í ljós ótrúlega margþætt starf sambandsins sem ekki var sérlega fjölmennt lengi vel en hinsvegar bæði starfsamt og stórhuga. Það hafði strax í upphafi samband við alla ungmennafélaga sem dvöldust í höfuðstaðnum og þeim var boðið að sækja sérstaka fundi UMSK sem nefndust farfuglafundir og þar var oft glatt á hjalla á þriðja áratug aldarinnar. Þetta voru menningarsamkomur og mikils virði fyrir marga unglinga úr byggðum landsins sem hittu þarna jafningja sína. Þá var mikill stórhugur á bak við heimboð fimm norskra ungmennafélaga til landsins árið 1924. Svo fóru félagar úr UMSK til Noregs nokkru síðar til að endurgjalda heimsóknina. Þetta voru einsdæmi innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Þá var UMSK í fararbroddi við undirbúning ungmennafélaga við Alþingishátíðina 1930 og þannig mætti áfram telja. Helstu burðarásar sambandsins frá fyrstu tíð voru ungmennafélögin Afturelding í Mosfellssveit og Drengur í Kjós. Þau háðu íþróttakeppni sín á milli áratugum saman við góðan orðstír og mynduðu sterkt keppnislið Bjarki Bjarnason og Jón M. Ívarsson Formáli höfunda sambandsins sem sigraði í Haukadal 1940 þegar landsmótin voru endurvakin. UMSK varð snemma félagslegt stórveldi og skákaði stundum heildarsamtökunum UMFÍ þegar á reyndi. Hafist var handa við framhald sögunnar haustið 2013 og tekið fyrir tímabilið 1942 til 1962. Verkið var unnið með hléum og því skilað haustið 2015 fullfrágengnu með myndum. Starfið var áfram þróttmikið þótt félögin innanborðs væru ekki mörg. Héraðsmót í frjálsíþróttum hófu göngu sína árið 1944 og í framhaldinu varð mikil gróska í frjálsíþróttum og árlegar keppnir við önnur ungmennasambönd haldnar víðsvegar um land. Félög UMSK voru lengi aðeins þrjú að tölu allt þar til Ungmennafélagið Breiðablik í Kópavogi var stofnað 1950 og gekk þá í sambandið ásamt Ungmennafélagi Bessastaðahrepps. Starfsíþróttir voru áberandi á sjötta áratugnum og þar voru liðsmenn UMSK öflugir og létu til sín taka á landsmótum UMFÍ. Konur í Aftureldingu og Dreng fóru að stunda handbolta og voru sigursælar á landsmótum þegar fram liðu stundir. Þá varð karlalið Aftureldingar frægt undir nafninu „Dvergarnir sjö“, en þeir voru allir hávaxnir mjög. Hugaríþróttirnar skák og bridds urðu vinsælar og haldin í þeim héraðsmót. Og Jón M. Ívarsson: Höfundur sögu UMSK 1922–1962.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==