Aldarsaga UMSK 1922-2022

148 Laugabóli, besti maður sambandsins frá Eiðum fyrr um sumarið, náði engum tökum á kerrunni og lenti í fjórða sæti. Keppnin þótti takast vel en vera nokkuð tímafrek „og verður varla heppilegt að hafa slíka keppni samhliða frjálsíþróttakeppni,“ sagði formaðurinn í skýrslu sambandsins.89 Það gekk eftir því aldrei hittust frjálsíþróttir og starfsíþróttir á héraðsmótum eftir þetta. Sama var að segja um starfsíþróttir kvenna. Þær sáust aldrei eftir borðlagninguna 1953. Eftir það voru karlar einráðir á mótunum. Svo virðist að forsvarsmenn UMSK og félaganna hafi haft lítinn áhuga á kvennakeppni og eina konan sem keppti fyrir sambandið eftir þetta var Ragnheiður Jónasdóttir. Elín Ellertsdóttir sem varð önnur var til dæmis aldrei beðin um að keppa á Akureyri árið 1955.90 Fyrirhugað var að halda héraðsmót sumarið 1954 en af því varð ekki vegna fjarveru Stefáns Ólafs Jónssonar sem var upptekFrá dráttarvélarakstri á landsmóti UMFÍ á Eiðum 1952. MR-bikarinn, gefinn af Mjólkurfélagi Reykjavíkur árið 1957 og keppt um hann í búfjárdómum hjá UMSK árin 1957– 1960. Þá vann Umf. Drengur hann til eignar. Ragnheiður Jónasdóttir sigraði í að leggja á borð á landsmótinu á Akureyri 1955.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==