Aldarsaga UMSK 1922-2022

144 hrepps var fremur fámennt en Ármanni Péturssyni tókst að koma af stað dálítilli íþróttaiðkun, þeirri fyrstu í hreppnum. Einstaka bóndi lánaði tún sín eftir sláttinn síðla sumars. Byggð voru knattspyrnumörk á túnblettum og sett í þau grásleppunet og svo var sparkað. Einnig fékkst leyfi til að búa til sandgryfju og þá var hægt að stökkva langstökk. Ekki var um skipulagðar æfingar að ræða og félagsmenn létu keppni alveg eiga sig ef frá er skilin ein sundkeppni árið 1951. Brotthvarf Ármanns Péturssonar úr sæti formanns 1952 varð til þess að íþróttirnar lögðust niður því eftirmenn hans náðu ekki að starfa af sama metnaði. Árið 1961 var Úlfar Ármannsson kjörinn formaður félagsins, 17 ára gamall, en hann var þá við nám í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði. Hann þurfti ekki langt að sækja stjórnunarhæfileikana þar sem hann var sonur Ármanns Péturssonar. Úlfar tók til hendinni og kom skipulagi á starfsemina. Hann útvegaði tún þar sem félagsmenn gátu hafið frjálsíþrótta- og knattspyrnuæfingar á ný. Jafnframt lagði hann hart að sveitarstjórn að finna svæði fyrir íþróttavöll handa félaginu. Unglingar á Álftanesi fóru þá dálítið að leika sér í knattspyrnu og innanfélagsmót í frjálsíþróttum voru haldin árin 1961 og 1962. Upphaf Breiðabliks var sérlega rómantískt. Vinirnir Gestur Guðmundsson og Guðmundur Guðmundsson höfðu nýverið sest að í Kópavogi með fjölskyldur sínar og starfað þar í Framfarafélagi Kópavogs sem var fyrsta félag hins nýja sveitarfélags. Þeir voru orðnir nokkuð vígamóðir af argaþrasi dægurmálanna og hugleiddu aðrar leiðir. Sem þeir sátu á steini fyrir utan heimili Gests á Skjólbrautinni sagði hann upp úr eins manns hljóði við félaga sinn: „Eigum við ekki að stofna ungmennafélag?“ Þar með fór boltinn að rúlla og Breiðablik var stofnað skömmu síðar. Gestur hafði kynnst starfi ungmennafélaga í heimasveit sinni í Dölum. Hann átti eftir að sitja í stjórn Breiðabliks í áratugi og var lengi ein helsta driffjöður þess. Breiðabliki varð gott til félaga enda óx mannfjöldinn í Kópavogi hröðum skrefum. Að sama skapi fjölgaði liðsmönnum félagsins og á sex ára afmæli þess töldust þeir orðnir 150. Innan félagsins voru einkum unglingar og sem vænta mátti voru íþróttir ofarlega á dagskrá þeirra. Knattspyrna og frjálsíþróttir voru talsvert stundaðar frá fyrsta degi en Blikar fóru sér hægt við að taka þátt í héraðsmótum sambandsins. En þegar þeir létu af því verða fyrir alvöru stóðst þeim enginn snúning og segir frá því hér á öðrum stað.80 Vætusamt í Hveragerði 1949 Sjötta landsmót UMFÍ skyldi haldið að skólasetrinu Eiðum á Austurlandi vorið 1949. En vorið kom aldrei austur þar og þá var mótið snarlega flutt til Hveragerðis. Séð yfir mótssvæðið í Hveragerði 1949. Ingólfsfjall í baksýn fyrir miðri mynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==