Aldarsaga UMSK 1922-2022

142 skáka Ásdísi upp á svið til söngflokksins svo allir gætu séð þennan fagra búning. Daginn eftir var ekið og siglt til Pargas og hófst þá hin eiginlega ungmennavika. Brot úr frásögn Gríms var á þessa leið: Næstu fjórir dagar á Pargas liðu ótrúlega fljótt, og er þó fleira að minnast en hægt er að segja frá í stuttu máli: Kl. 8 f.h. voru fánar dregnir að hún og dregnir niður kl. 9 að kveldi. Tíminn frá 9 til 12 fer oftast í ræðuhöld og fyrirlestra, nema einu sinni fórum við og skoðuðum stórmyndarlegt bú þar í nágrenninu. Eftir hádegi var setið á fundum eða farið í smáferðalög um nágrennið og út í yztu sker. Og ein ferð var farin til Qvidja. Þar er virkisborg frá því um 1400. Vel hefur hún verið hlaðin, því hvergi sést, að steinn hafi raskazt en þykkir eru veggirnir, víða hátt á annan metra. … Eftir mat var skemmtikvöld og áttu fulltrúar hvers lands að skemmta í 30 mínútur. Finnarnir léku smáleik, og Anna Maja Holm las ættjarðarkvæði, var það óvenjulega voldugur og hrífandi upplestur. Danirnir lásu upp. … Norðmennirnir dönsuðu norskan dans og lögðu lögðu smáspurningar fyrir menn, t.d. fékk Vilhjálmur þessa spurningu: Hver er munur á norskum og sænskum stúlkum? Hann svaraði, að munurinn væri afar mikill. Þær norsku kæmu alltaf beint á móti manni, en þær sænsku hlypu frá manni. En þegar loks er búið að ná í þær, þá væri munurinn ekki svo ýkja mikill. Fyrir þetta svar, og skrýtlurnar, sem hann sagði síðar, var hann nefndur mesti húmoristi mótsins.76 Það hafði gleymst að segja íslenska hópnum frá því að þau ættu að skemmta fyrr en þarna um kvöldið svo þau voru alveg óundirbúin. Þá var að duga eða drepast. Ásdís settist við píanóið og spilaði og þau Vilhjálmur sungu nokkur lög. Ekki dugði það í hálftíma skemmtun svo glímukappinn Grímur laumaði sér til Vilhjálms og spurði hvort hann kynni að glíma. Já, hann reyndist hafa tekið þátt í glímunámskeiði hjá Umf. Reykjavíkur. Þá létu þeir slag standa og ákváðu að efna til glímusýningar. Þeir höfðu snör handtök, tóku ólarnar utan af ferðatöskunum og spenntu á sig sem glímubelti. Svo sviptu þeir hvor öðrum í gólfið af list og reglu en áhorfendur stóðu á öndinni yfir tilþrifum þeirra. Þessi glímusýning þótti óvæntasta og eftirminnilegasta atriði kvöldsins. „Sérstaklega voru stúlkurnar hrifnar,“ sagði Grímur, „og ég er alltaf að styrkjast í þeirri trú að kvenfólk ætti að vera glímudómarar.“77 Ungmennavikunni lauk á Jónsmessu og þá var haldin mikil hátíð sem þekkt er undir nafninu Miðsumarvaka eða Midsommarafton eins og sænskir nefna hana. Reist var mikil lyngskreytt maístöng sem er ævafornt frjósemistákn úr heiðni og dansað kringum hana við skinið frá miklum bálkesti sem brann þar hjá. Leikar voru leiknir og enginn fór af staðnum fyrr en sól var risin á ný. Þá komu Grími í hug hendingarnar eftir stórvin íslenskra ungmennafélaga, vesturíslenska skáldið Stephan G. Stephansson: Það er hollt að hafa átt heiðra drauma vökunætur, séð með vinum sínum þrátt sólarskin um miðja nátt, aukið dag við ævi þátt, aðrir þegar stóðu á fætur.78 Fjölgar í hópnum, Kópavogur og Álftanes bætast við Allt frá því að Ungmennafélag Reykjavíkur yfirgaf UMSK árið 1945 höfðu aðeins þrjú ungmennafélög verið í sambandinu, Afturelding, Drengur og Ungmennafélag Kjalnesinga. Félagsmenn þessara þriggja félaga voru þá 255 Grímur Norðdahl var gamalreyndur glímumaður þegar hann sýndi listir sínar í Pargas 1949. Hér tekur hann glímutökin með Jóni Sturlusyni á Fljótshólum árið 1940.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==