Aldarsaga UMSK 1922-2022

140 þingfulltrúar til Bessastaða. Þar þáðum við svo kaffiveitingar eins og fyrr er sagt. Síðan var húsið skoðað og að síðustu var gengið til kirkju en þar skýrði forsetinn fyrir fulltrúum sögu kirkjunnar og helgigripi sem þar eru. Að lokum þakkaði Jón M. Guðmundsson forseta fyrir ánægjulega stund með snjallri ræðu sem fulltrúar tóku undir með ferföldu húrrahrópi, forseta og Íslandi til heiðurs.75 Grímur í Pargas 1949 Eftir síðari heimsstyrjöld hófust samskipti íslenskra ungmennafélaga við ungmennasamtök á hinum Norðurlöndunum eftir langt hlé. Árið 1947 komst UMFÍ í samband við heildarsamtök þeirra sem nefnast NSU og heita fullu nafni „Nordisk samorganisation for ungdomsarbejde.“ Það mætti þýða sem „Samtök um norrænt ungmennastarf.“ Sú hefð myndaðist hjá NSU að halda norrænar ungmennavikur árlega í löndunum til skiptis þar sem æskufólkið kom saman og undi sér í vikutíma í leik og starfi. Fyrsta ungmennavikan sem íslenskir ungmennafélagar tóku þátt í var í Krogerup í Danmörku sumarið 1948 og þótti takast vel. Þangað sóttu þrír stjórnarmenn UMFÍ og ung stúlka frá Umf. Reykjavíkur, Ásdís, dóttir Ríkarðs Jónssonar myndskera. Næsta ungmennavika fór fram sumarið 1949 í Pargas í Finnlandi. Ásdís Ríkarðsdóttir fór nú í annað sinn og með henni þeir Vilhjálmur Sigurbjörnsson, síðar forstjóri trésmiðjunnar Brúnáss á EgilsForystumenn UMSK og Kjósarhrepps taka á móti forsetahjónunum við Félagsgarð. Axel Jónsson heilsar Dóru Þórhallsdóttur, Ásgeir Ásgeirsson, Helgi Jónsson, Guðjón Hjartarson, Ólafía Ólafsdóttir, Páll Ólafsson og Gísli Andrésson hreppstjóri. Börn standa tilbúin með blómvendi til að afhenda forsetahjónunum. Ásgeir Ásgeirsson forseti heldur ræðu yfir þingfulltrúum UMSK á Bessastöðum 1962. Dóra Þórhallsdóttir, kona hans, fylgist með.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==