139 merkra baráttumála ungmennafélaganna eins og fánamálsins og heimboðs Stephans G. Stephanssonar. Þakkaði forsetinn ungmennafélögum fyrir afskipti sín af þessum málum sem urðu til fyrir daga UMSK. Milli kaffibollanna söng kórinn nokkur lög og þegar staðið var upp frá borðum skoðuðu forsetahjónin húsið og ræddu við gestgjafana um stund. Við brottför þakkaði forsetinn móttökurnar og stjórnaði húrrahrópum fósturjörðinni til heiðurs. Sem lokalag í þessari hátíð voru hjónin kvödd með því að allir viðstaddir sungu þjóðsönginn.73 Í annað sinn kom forseti Íslands við sögu þegar ársþing UMSK var haldið í Bjarnastaðaskóla á Álftanesi hinn 3. mars 1956. Ásgeiri forseta var gert viðvart um þingið og hann brást heldur ekki og bauð þingfulltrúum ásamt konum sínum heim til sín í kaffisopa. Hæg voru heimatökin að skjótast á milli því stutt var að fara til Bessastaða. Þingfulltrúar voru viðbúnir og mættu í betri fötunum og margir höfðu meðferðis frúr sínar fagurklæddar. Samferða urðu heiðursgestir þingsins, Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Guðmundur Í. Guðmundsson, sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Viðtökur forsetans voru vel útilátnar og ekki skorti ræðuhöld og góðar óskir.74 Þá skorti ekki heldur heimboð forsetans þegar UMSK hélt þing sitt í samkomuhúsi Álftaness 4. mars 1962. Frá því segir svo í þinggerð sambandsins sem rituð var af þeim Stefáni B. Einarssyni og Daða E. Jónssyni: Þegar hér var komið sögu var gefið hlé en forseti Íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson hafði boðið þingfulltrúum til kaffidrykkju og streymdu nú allir samtakanna. Þetta var á þeim árum sem UMFÍ var að koma sér upp söluskála í Þrastaskógi. Auðvitað var Ármann kjörinn í framkvæmdanefndina og þar var hlutur hans drjúgur að vanda. Ármann var alltaf reiðubúinn að vinna með ungu fólki og fyrir það og því var hann skipaður af UMFÍ í framkvæmdanefnd landsmótsins á Þingvöllum 1957 og einnig landsmótsins á Laugum 1961. Reyndar var svo að sjá að ungmennafélagar treystust ekki til að halda landsmót án Ármanns á þessum árum því hann var einnig í landsmótsnefndinni fyrir Laugarvatn 1965. Öllu þessu nefndarstarfi fylgdi geysimikil vinna en Ármann var ódeigur til verka og þótti ábyggilegur og gott á hann að treysta. Eins og að líkum lætur var Ármann kjörinn til trúnaðarstarfa fyrir Bessastaðahrepp. Hann sat í hreppsnefnd árum saman og var ritari hennar. Hann vandaði mjög til fundargerða enda leit hann á þær sem sögulegar heimildir fyrir framtíðina. Þá var hann lengi í bókasafnsnefnd og heilbrigðisnefnd sveitarinnar og endurskoðandi hreppsreikninga um árabil. Hann var lágvaxinn og bar sig vel, kvikur á fæti, glaðsinna og greindur að sögn þeirra sem þekktu hann best. Áreiðanleiki og háttvísi laðaði fólk að honum og hann vann hvarvetna traust allra. Hann hafði áhuga á þjóðmálum og ræddi þau hispurslaust við vini sína. Bóklestur og tónlist voru hans tómstundagaman og oft settist hann við hljóðfærið að loknum vinnudegi. Hann var sæmdur gullmerki UMFÍ árið 1973. Ármann Pétursson lést árið 1984. Ármann Pétursson heldur ræðu á héraðsþingi UMSK.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==