Aldarsaga UMSK 1922-2022

138 huga í þessari rimmu og haustið 1956 gáfust Bretar upp og afléttu löndunarbanninu.72 Forseti Íslands í UMSK Héraðsþing UMSK voru í grunninn keimlík ársþingum annarra héraðssambanda. Þar mættu fulltrúar félaganna, hlýddu á stjórn sambandsins, lögðu fram tillögur, skeggræddu málin og afgreiddu þau. Héldu síðan heim eftir að hafa kosið stjórn til næsta árs. Héraðsþingin voru haldin á mismunandi stöðum frá ári til árs en að einu leyti voru þau frábrugðin þingum sambanda annars staðar á landinu. Álftanes var á sambandssvæðinu og þar á hefðarsetrinu Bessastöðum bjó forseti Íslands, Ásgeir Ásgeirsson. Ásgeir var gamall ungmennafélagi úr Ungmennafélagi Reykjavíkur hinu fyrra. Hann bar því hlýjan hug til ungmennafélaga í Kjalarnesþingi og sýndi þann hlýhug við ýmis tækifæri. Stjórn UMSK bauð Ásgeiri forseta og konu hans, Dóru Þórhallsdóttur, til kaffidrykkju í Félagsgarði á seinni degi héraðsþingsins 1954. Var ekki lítið um dýrðir þegar þau stigu út úr bifreið sinni því þar voru staddir forystumenn ungmennasambandsins og Karlakór Kjósverja ásamt þingfulltrúum og gestum og hrópuðu ferfalt húrra þeim til heiðurs. Undir borðum bauð Axel Jónsson, formaður UMSK, forsetahjónin velkomin með ræðu. Þá söng karlakórinn lag en því næst rakti Ólafur Ágúst Ólafsson á Valdastöðum sögu sambandsins og minntist helstu mála sem það hafði látið til sín taka. Aftur söng karlakórinn við raust og þvínæst talaði forsetinn og þakkaði hlýjar móttökur. Hann minntist Ármann Pétursson Ármann Pétursson fæddist á Skammbeinsstöðum í Holtum 25. nóvember 1913 þar sem foreldrar hans, Pétur Jónsson og Guðný Kristjánsdóttir, bjuggu myndarbúi. Hann ólst upp í stórum systkinahópi þar sem samheldni, vinnusemi og glaðværð voru ríkjandi. Ármann gekk tvo vetur í Héraðsskólann á Laugarvatni og síðar í Samvinnuskólann og mátti því heita ágætlega menntaður eftir því sem þá gerðist. Þegar skólagöngu lauk og meðan á henni stóð vann hann ýmis störf bæði í heimahéraði og Reykjavík. Árið 1942 kvæntist hann Jóhönnu Stefánsdóttur frá Eyvindarstöðum á Álftanesi og þau eignuðust þrjá syni. Þau voru mjög samhent hjón og höfðu gengið í sömu skóla til framhaldsnáms. Ármann og Jóhanna settust að í sambýli við foreldra hennar sem bjuggu á Eyvindarstöðum. Um haustið gerðist hann bókari við embætti tollstjórans í Reykjavík þar sem hann starfaði æ síðan, síðast sem aðalbókari. Þótt hann starfaði í Reykjavík fór svo að þau hjónin byggðu yfir sig á Eyvindarstöðum og nefndu húsið Eyvindarholt. Ármann var handlaginn og byggði húsið að segja má einn síns liðs en stækkaði það síðar. Búskapur var þeim hjónum hugstæður og þarna höfðu þau nokkurt hænsnabú og jafnvel fáeinar kindur sér til ánægju. Ármann var félagslega sinnaður og þótti líklegur til forystu á því sviði. Árið 1939, skömmu áður en hann fluttist í Bessastaðahrepp, var stofnað þar Málfundafélagið Þröstur. Árið 1945 var hafinn undirbúningur að því að breyta málfundafélaginu í ungmennafélag og tók Ármann þátt í því starfi. Breytingin gekk í garð þegar Ungmennafélag Bessastaðahrepps var stofnað 6. janúar 1946 og var Ármann kjörinn fyrsti formaður þess. Hann hleypti miklu lífi í félagið og stóð meðal annars fyrir því að það eignaðist bragga sem það notaði sem félagsheimili um skeið. Ármann var síðar kjörinn fyrsti heiðursfélagi Umf. Bessastaðahrepps. Ármann beitti sér fyrir inngöngu félagsins í UMSK árið 1950 og mætti á héraðsþingið sem fyrsti fulltrúi félagsins. Þar var hann kjörinn varaformaður UMSK og var það næstu árin þar til hann varð formaður sambandsins árin 1956–1959. Árin sem Ármann stjórnaði UMSK voru gróskuár, íþróttirnar blómstruðu og ýmis nýmæli litu dagsins ljós eins og héraðsmót í knattspyrnu, skák og bridds og svo var farin kynnisferð til Norðurlanda svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt því að stjórna UMSK var Ármann stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands í heilan áratug 1957–1967, lengst af sem gjaldkeri Ármann Pétursson Eyvindarholti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==