Aldarsaga UMSK 1922-2022

137 og skemmtistarf. Þannig er hin forna líftaug ungmennafélaganna skorin um þvert.69 Axel Jónsson, formaður UMSK, talaði næstur og taldi ungmennafélaga of hrædda við að ræða mál sem heyrðu undir starfsemi félaganna vegna þess að þau væru stimpluð sem pólitík. Hann lagði áherslu á að ungmennafélögunum væru engin mál þjóðarinnar óviðkomandi og bæri því að ræða hvert mál með sanngirni og án deilna. Annars væru félögin ekki starfi sínu vaxin sem ungmennafélög Íslands.70 Hörður Ingólfsson í Fitjakoti var einn af fulltrúum Aftureldingar á þinginu. Hann hefur væntanlega tekið orð formannsins sem hvatningu til sín því þegar kom að liðnum Önnur mál kvaddi hann sér hljóðs og bar fram tillögu sem hægt var að flokka undir pólitík. Til skýringar skal þess getið að meðan á þinginu stóð og lengi eftir það geisaði eitt harðvítugasta verkfall 20. aldar. Það stóð vikum saman og allir þjóðvegir til og frá Reykjavík voru vaktaðir af verkfallsvörðum Dagsbrúnar til að hindra verkfallsbrot. Tillaga Harðar var á þessa leið: 32. þing UMSK fordæmir þær aðgerðir verkfallsstjórnar í yfirstandandi vinnudeilu að brjóta lög og rétt á óbreyttum vegfarendum. Jafnframt harmar þingið að löggæsla ríkisins skuli ekki sjá sér fært að firra þegna sína ofbeldi því sem þeim er nú sýnt á vegum úti af völdum svonefndra verkfallsvarða.71 Það leyndi sér ekki að Hörður hafði litla samúð með verkfallsmönnum. Engar umræður urðu um tillögu hans því hjarta sumra þingfulltrúa sló með verkfallsmönnum og þeir gripu strax til sinna ráða. Einn af þeim var Sigurður Grétar Guðmundsson, formaður Umf. Breiðabliks. Hann lagði fram frávísunartillögu sem var undir eins tekin til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum gegn sex. Þar með lauk hinu pólitíska upphlaupi Harðar. Svo var eitt mál sem rætt var um og ályktað af talsverðum þunga. Það var landhelgismálið en 1953 stóð yfir ein fyrsta landhelgisdeilan við Breta. Hún olli engum ágreiningi innanlands því allir landsmenn töluðu einum rómi gegn yfirgangi heimsveldisins. Forsaga málsins var sú að Íslendingar færðu landhelgina út í fjórar mílur 1952 og lokuðu þar með flóum og víkum. Breskir togaraeigendur höfðu vanist því að toga næstum uppi í kartöflugörðum heimamanna og þótti vera að sér þrengt. Þeir brugðust ókvæða við og fengu sett löndunarbann á íslenskan fisk í Bretlandi. Þetta þóttu Íslendingum kaldar kveðjur eftir að íslenskir sjómenn höfðu lagt líf sitt í hættu öll stríðsárin til að færa Bretum fisk. Það voru því engar jólakveðjur sem Bretum voru sendar frá Íslandi. Á þingi UMSK 1953 var mönnum tíðrætt um landhelgismálið og hafði formaðurinn, Axel Jónsson, þar framsögu. Hann taldi mjög áríðandi að Íslendingar stæðu fast á rétti sínum í þessu máli og kvað framtíð þjóðarinnar eiga mikið undir því komið. Margir þingfulltrúar létu til sín heyra og lýstu furðu sinni á níðingslegri framkomu Breta. Þá hétu menn á Alþingi og ríkisstjórn að hvika hvergi frá settum lögum þrátt fyrir þvingunaraðgerðir Breta. Tveimur árum seinna voru Bretum veittar harðar átölur á þingi UMSK og jafnframt harmað að Norðurlandaráð veitti Íslendingum ekki sjálfsagðan stuðning í landhelgisdeilunni. En þjóðin var einPétur Sumarliðason vildi ræða eldfimu málin á héraðsþingum. Í landhelgisdeilum urðu árekstrar á miðunum. Hörður Ingólfsson var lítt hrifinn af verkfalli verkamanna á útmánuðum 1955.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==