Aldarsaga UMSK 1922-2022

135 hersetunni þar sem lagt var til að varnarsamningnum við Bandaríkin yrði sagt upp hið fyrsta. Jafnframt var áréttað að Íslendingar skyldu ekki umgangast hina erlendu hermenn nema nauðsyn bæri til. Fulltrúar voru í þann veginn að rétta upp hönd til samþykktar þegar spretthlauparinn Hörður Ingólfsson í Fitjakoti bað um orðið. Hjá Herði kvað við annan tón. Hann taldi þessa tillögu óþarfa þar sem þjóðinni ætti varla að stafa meiri hætta af dvöl nokkurra hermanna en venjulegu skemmtiferðafólki er færi frjálst ferða sinna um landið þvert og endilangt. Þarna hafði Hörður kastað sprengju inn í þingsalinn og nú voru allar hendur á lofti að biðja um orðið. Jón Ólafsson í Brautarholti, formaður Ungmennafélags Kjalnesinga, Magnús B. Kristinsson Kópavogi, Páll Ólafsson í Brautarholti og Pétur Sumarliðason í Kópavogi mótmæltu sjónarmiði Harðar og mæltu með samþykkt tillögunnar. Sigurður Grétar Guðmundsson, formaður Breiðabliks, vítti mjög málflutning Harðar en var að öðru leyti sammála fyrri ræðumönnum. Axel Jónsson, formaður UMSK, talaði síðastur og sagði: „Það á að vera metnaðarmál ungmennafélaga að við séum einir í okkar landi og ráðum því að öllu leyti sjálfir án íhlutunar nokkurs utanaðkomandi aðila.“ Síðan var tillagan borin upp og samþykkt með öllum atkvæðum gegn atkvæði Harðar Ingólfssonar.66 Næstu árin voru tillögur um brottför hersins samþykktar í friði og spekt á þingum UMSK enda sat Hörður Ingólfsson þá heima. Annað þjóðernismál kom mjög til umræðu á þingum UMSK um þetta leyti. Það var handritamálið svokallaða sem reis í hæðir skömmu eftir miðja öldina. Í dönskum skjalasöfnum var geymt mikið af ómetanlegum skinnhandritum íslenskum sem Íslendingar töldu að væru misjafnlega vel fengin. Það væri skýlaus skylda Dana að skila þeim aftur til föðurhúsanna og þar ættu þau heima. Ungmennafélagshreyfingin beitti sér mjög í þessu máli og í þeim anda var tillaga sem samþykkt var á þingi UMSK árið 1953: 30. þing UMSK lýsir fullum stuðningi við kröfurnar um endurheimtun íslensku handritanna og Þingfulltrúar á 35. þingi UMSK í Hlégarði árið 1958. Fremsta röð: Gestur Guðmundsson Br, Páll Ólafsson K, Lárus Halldórsson A, Gróa Jónatansdóttir Br, Ármann Pétursson, formaður UMSK, Njáll Guðmundsson D, Sig. Gunnar Sigurðsson A og Steinar Ólafsson D. Miðröð: Axel Jónsson D, Bergur Magnússon D, Einar Ólafsson Be, Tómas Sturlaugsson A, Reynir Guðjónsson A, Samúel Guðmundsson Br, Guðjón Hjartarson A, Ólafur Grétar Óskarsson A, Einar Kristjánsson A og Jón M. Guðmundsson A. Aftasta röð: Kristján Þorgeirsson K, Gísli Ellertsson D, Sigurður G. Guðmundsson Br, Guðmundur Óskarsson Br, Arthúr Ólafsson Br, Kristmundur Halldórsson Br, Helgi Jónsson D, Jón Ólafsson K, Björgvin Guðmundson Br og Hafsteinn Árnason Be. Skammstafanir fyrir félög: Br=Breiðablik, D=Drengur, A=Afturelding, Be=Ungmennafélag Bessastaðahrepps, K=Ungmennafélag Kjalnesinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==