132 2-1. UMSK átti tvo sigurvegara. Árni R. Hálfdánarson sigraði í kúluvarpi og Magnús Lárusson vann kringlukastið. Nú höfðu Akureyringar sótt mjög í sig veðrið og unnu mótið örugglega. Þeir unnu UMSK með 60:47 og ÍS með 56:51. UMSK vann ÍS með 58:49 og var því í öðru sæti. Að keppni lokinni var öllum keppendum og starfsmönnum mótsins boðið til kvöldverðar að Hlégarði og þar var síðan stiginn dans fram á nótt.52 Þessu vildu menn halda áfram og þegar Akureyringar buðu til keppni sumarið 1956 létu þeir þess getið að UMSE, það er að segja Eyfirðingar, vildu gjarnan vera með. Því var vel tekið af mótaðilunum. Þá var þetta orðin fjögurra liða keppni og UMSK sendi sína bestu menn norður, níu að tölu. Átta kepptu í hverri grein og þetta varð annað fjölmennasta íþróttamót ársins. Skemmst er frá því að segja að þarna mættu liðsmenn UMSK ofjörlum sínum því Eyfirðingar höfðu yfirburði og sigruðu örugglega. Næstir komu Keflvíkingar, þá Akureyringar en UMSK rak lestina. Hörður Ingólfsson náði öðru sæti í 100 metra hlaupi og sveit UMSK varð önnur í boðhlaupi. Í öðrum greinum komust þeir ekki á blað þriggja efstu manna.53 Árið 1957 var fjögurrabandalagakeppnin svokallaða haldin í Keflavík. Þar sigruðu heimamenn með 109 stigum og hlutu bikar sem ÍBA hafði gefið til keppninnar. Næstir komu Eyfirðingar með 103 stig, Íþróttabandalag Akureyrar hlaut 102 stig en UMSK varð að láta sér nægja 65 stig.54 Árið 1958 buðu Eyfirðingar til leiks á Akureyri. UMSK-ingum varð það engin frægðarför því þeir vermdu botnsætið sem fyrr. Þeir undu samt glaðir við sitt því „förin var hin ánægjulegasta og árangur góður, eftir atvikum“ var umsögnin í þinggerðinni árið eftir. Eyfirðingar unnu yfirburðasigur, en Akureyringar og Keflvíkingar komu næstir. Árið 1959 var röðin komin að UMSK að halda mótið. Það fór fram á splunkunýjum Varmárvelli í byrjun september og nú varð UMSK í þriðja sæti á eftir Eyfirðingum og Akureyringum en rétt á undan Keflvíkingum. Þeir eignuðust sinn fyrsta mótssigurvegara þegar hraustmennið Þorsteinn Alfreðsson sigraði í kringlukasti. Þannig héldu bandalagskeppnirnar áfram árlega og alltaf voru Norðlendingar einni tröppu ofar Sunnlendingum þegar kom að úrslitunum. UMSK tókst að tryggja sér þriðja sætið 1960 en var langt á eftir heimamönnum. Árið 1961 birtist eftirfarandi frásögn í einu af staðarblöðum Akureyrar, Íslendingi: Í Keflavík fór nýlega fram 4 bandalaga keppni í frjálsum íþróttum, sem efnt hefur verið til nokkur undanfarin sumur milli ÍBA, UMSE, Íþróttabandalags Keflavíkur og UMS Kjalarnesþings. Ungmennasamband Eyjafjarðar sigraði með 117 stigum, Keflavík hlaut 111 stig, UMSK 74 og ÍBA 66 (brotum sleppt). Rok var og rigning, er keppnin fór fram, og varð bæði að hlaupa og stökkva gegn vindi. Varð árangur því fremur lélegur.55 Ekkert varð úr keppninni haustið 1962, þegar Eyfirðingar buðu til leiks á Laugalandsvelli. Keflvíkingar og UMSK-ingar höfðu ætlað á loftsins vegum til Akureyrar en sökum illveðurs féll allt flug niður og fóru þeir hvergi. Akureyringar og Eyfirðingar kepptu sín á milli í fimm greinum í sunnan roki en gáfust upp við svo búið. Segja má að mótið hafi fokið út í veður og vind en fjögurra bandalaga keppnin hélt áfram næstu árin.56 Á árunum 1959 til 1961 háðu Kópvægingar bæjarkeppnir í frjálsíþróttum við Hafnfirðinga sem fóru fram syðra í öll skiptin vegna lélegra aðstæðna í Kópavogi. Þarna kepptu eingöngu karlar og liðsmenn Kópavogs komu allir frá Umf. Breiðabliki. Hafnfirðingar reyndust harðsnúnir heim að sækja og sigruðu með nokkrum mun í öll skiptin. Sumarið 1961 var einnig háð bæjarkeppni við Akurnesinga uppi á Skaga og keppt bæði í karla- og kvennagreinum. Kópavogsbúum tókst að sigra eftir jafna og skemmtilega keppni. Segir ekki meira af slíkum keppnum að sinni.57 Kvenmannslaus þing Ársþing UMSK voru virðulegar samkomur með hefðbundnu sniði. Formaður sambandsins setti samkomuna og svo voru kosnir starfsmenn þingsins. Það voru forsetar sem stjórnuðu umræðum og ritarar sem skráðu allt niður. Margt kom til umræðu því menn voru málglaðir. Svo voru málin sett í nefndir og rædd ennþá frekar. Svo enduðu þingin með því að ályktanir og tillögur voru afgreiddar og seinna meir sendar þeim sem um þær áttu að véla. Eitt var þessum samkomum þó sameiginlegt og það var kvenmannsleysið. Karlar voru einráðir á þingunum og það var nokkur viðburður ef þar sást konu bregða fyrir. Hvað þá heldur að nokkrum dytti í hug að kjósa konu í stjórn sambandsins. Þær Guðrún Björnsdóttir og Rannveig Þorsteinsdóttir sem sátu í stjórnum UMSK á þriðja og fjórða áratugnum, og Guðrún reyndar sem formaður eitt árið, voru undantekningin. Þær voru langt á
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==