Aldarsaga UMSK 1922-2022

130 yfirburðum og langstökkið rétt á undan Herði Ingólfssyni. Þá var hann framarlega í fimm öðrum greinum. Magnús Lárusson sigraði í kringlukasti en aðrar greinar unnu Suðurnesjamenn. Íþróttavellir þess tíma voru með ýmsu móti og ekki alltaf sem fullkomnastir. Tómasi Lárussyni var minnisstæð aðstaðan í Keflavík því djúp gryfja var rétt framan við endamark 100 metra hlaupsins. Þá þurftu hlaupararnir að víkja til hliðar strax að loknu hlaupi til að lenda ekki í gryfjunni. Tómas var sem fyrr segir vel fyrstur í 100 metra hlaupinu en næstir komu þeir Hörður Ingólfsson í Fitjakoti og Keflvíkingurinn Böðvar Pálsson í hörkukeppni. Báðir ætluðu þeir að skjótast framhjá gryfjunni eftir hlaupið en þá tókst svo til sem Tómas sagði frá: Þeir komu þarna náttúrlega á fullri ferð, Hörður kom frá hægri og ætlaði vinstra megin við gryfjuna en Böðvar ætlaði hægra megin en hann kom einmitt hinum megin frá. Og þeir lentu saman í loftinu, skullu saman og veltust þarna um en þeir meiddust nú ekki neitt. Þetta var þegar þeir voru nýkomnir í mark. Ég slapp af því að ég var á undan þeim.46 Akureyringar mættu svo til leiks á Leirvogstungubökkum 30.–31. ágúst og kepptu tveir frá hvorum í hverri af tíu greinum mótsins sem var í umsjá Aftureldingar. Nú var finnska taflan lögð til hliðar en stigin reiknuð 5-3-2-1. Úrslit urðu þau að heimamenn sigruðu með 60 stigum en Akureyringar hlutu 47. UMSK hafði yfirburði og vann átta greinar mótsins. Í hófi sem gestunum var haldið í Hlégarði að skilnaði skiptust forystumenn liðanna á gjöfum en Tómasi Lárussyni voru veitt verðlaun fyrir besta afrekið sem var að hlaupa 100 metra á 11,2 sekúndum.47 UMSK endurgalt heimboð Suðurnesjamanna og bauð þeim til keppni á Tungubökkum haustið 1953. Veður var Tómas Lárusson Tómas Lárusson fæddist 23. september 1929 á Varmá í Mosfellssveit, sonur hjónanna Lárusar Halldórssonar skólastjóra og konu hans Kristínar Magnúsdóttur. Skömmu síðar fluttust foreldrar hans í skólahúsið á Brúarlandi og þar ólst hann upp í glöðum hópi átta systkina. Bræðurnir voru fjórir og systurnar einnig en Tómas var sá fimmti í systkinaröðinni. Tómas gekk náttúrlega í barnaskólann hjá föður sínum og rúmlega tvítugur lauk hann námi í plötu- og ketilsmíði hjá Stálsmiðjunni. Fljótlega eftir það réðist hann til starfa hjá steypustöðinni BM-Vallá og vann þar við nýsmíði og viðgerðir úti á Álfsnesmöl við sunnanverðan Kollafjörð. Þarna starfaði hann í nokkur ár. Þá komu til hans forsvarsmenn Reykjalundar og báðu hann að taka að sér verkstjórn í plastverksmiðjunni um tveggja mánaða skeið. Tómas sló til og þegar tíminn var liðinn var hann beðinn um að halda áfram. Skemmst er frá því að segja að síðan starfaði Tómas sem verkstjóri vistmanna á Reykjalundi næstu 40 árin eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Þá var honum afhent áletrað gullúr í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf. Reykjalundur var úrvalsstaður skipaður úrvalsfólki að sögn Tómasar sem sá þar um fólkið sem vann í plastiðjunni. Þar komu margir undir sig fótunum og komust aftur út í þjóðfélagið eftir ýmiskonar mótlæti. Á Reykjalundi voru meðal annars framleidd vinsæl leikföng úr plasti. Ísland var eini staðurinn utan Danmerkur sem mátti steypa legókubba og þar voru framleiddir hinir vinsælu Ferguson leikfangatraktorar sem miðaldra menn muna vel eftir. Eiginkona Tómasar var Hrafnhildur Ágústsdóttir frá Hækingsdal og þau eignuðust tvö börn. Hrafnhildur starfaði allan sinn starfstíma við sjúkraþjálfun á Reykjalundi og bar stjórnendum og starfsfólki vel söguna ekki síður en Tómas. Þau byggðu sér hús rétt við verksmiðjuhúsið á Reykjalundi sem þau nefndu Eik. Tómas hóf sinn íþróttaferil á íþróttamóti Aftureldingar og Drengs í Tjaldanesi árið 1946, þá 16 ára gamall. Hann var snarpur, fisléttur og fjaðurmagnaður og náði 4. sæti í hástökki en tók einnig þátt í lengri og skemmri hlaupum. Hlaup og stökk lágu sérlega vel fyrir honum og hann vann næstflesta sigra á héraðsmótum UMSK á þessum árum. Aðeins Halldór bróðir hans var þar hlutskarpari. Tómas Lárusson staddur á íþróttasvæðinu á Tungubökkum sumarið 2004.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==