13 Árið 2011 tók stjórn UMSK þá ákvörðun að ráðast í ritun á sögu sambandsins, Jón M. Ívarsson hóf verkið og fjallaði um 40 fyrstu árin í þessari umfangsmiklu aldarsögu. Árið 2018 tók Bjarki Bjarnason við verkefninu og ritaði um árabilið 1963–2022, auk þess stýrði hann allri vinnu við bókina allt til útgáfudags. Tilgangur þessarar ritunar er að varðveita merka sögu sem á mikla snertifleti við íslenskt samfélag á síbreytilegum framfaratímum. Um leið sýnum við öllum þeim sem hafa komið að starfsemi sambandsins þá virðingu sem þeim ber, enn og aftur verður það ljóst hversu mikilvægt það er fyrir samfélag okkar að halda sögunni til haga. Ég vil þakka ritnefnd, höfundum og öllum öðrum sem lögðu hér hönd á plóg, bókin er til sóma fyrir þá sem komu hér að verki. Þessi vandaða og umfangsmikla saga kemur bæði út í bókarformi og rafrænu formi sem verður aðgengilegt á heimasíðu UMSK. Valdimar Leó Friðriksson Ávarp formanns ritnefndar Valdimar Leó Friðriksson, formaður ritnefndar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==