Aldarsaga UMSK 1922-2022

129 Sólvöllum, Soffía og Aðalheiður Finnbogadætur. UMSK sigraði í fjórða skiptið í röð og hlaut 55 stig en Borgfirðingar 45. Þetta var síðasta mótið af þessu tagi því ekki varð framhald á þessum skemmtilegu keppnum eftir þetta.44 Kappi att við Akureyringa og Suðurnesjamenn Íslenska frjálsíþróttavorið svokallaða náði hámarki sumarið 1950 þegar Íslendingar eignuðust tvo Evrópumeistara í frjálsíþróttum, þá Gunnar Huseby í kúluvarpi og Torfa Bryngeirsson í langstökki. Frjálsíþróttir voru íþrótt íþróttanna á landsvísu og mikill áhugi fyrir þeim alls staðar á landinu og ekki síst innan UMSK. Þegar íþróttakeppnir við Borgfirðinga féllu niður 1951 fór UMSK að svipast um eftir keppinautum í þeirra stað. Það vakti því fögnuð stjórnarmanna á fundi sumarið 1952 þegar Axel Jónsson, formaður sambandsins, tilkynnti að hann hefði rætt við formann Íþróttabandalags Suðurnesja og þeir hefðu afráðið að ÍS byði UMSK til keppni í frjálsíþróttum í Keflavík eftir viku. ÍS var reyndar dulnefni fyrir Keflavík á þeim árum því einu frjálsíþróttamenn sambandsins var þar að finna. Ekki minnkaði gleðin þegar Axel tjáði fundarmönnum að hann hefði einnig rætt við forráðamenn íþróttamála á Akureyri og boðið þeim til keppni seinnipartinn í ágúst. Eins og segir í fundargerð: „Fundarmenn voru allir samþykkir þessum gerðum formannsins og þóttu þessar athafnir mjög líklegar til að vekja meiri áhuga og líf í íþróttirnar.“45 Íþróttakappinn Hörður Ingólfsson var þá gjaldkeri sambandsins og honum var falið að velja keppendur UMSK á bæði mótin ásamt varastjórnarmanni sambandsins, Lárusi Halldórssyni, skólastjóra á Brúarlandi, föður íþróttakappanna Tómasar og Halldórs. Keppt var við Keflvíkinga sunnudaginn 27. júlí 1952. Aðeins var keppt í karlagreinum og tveir keppendur frá hvoru sambandi kepptu í hverri grein. Báðir aðilar höfðu harðsnúnum kappliðum á að skipa og ætluðu sér mikið. Stig voru reiknuð eftir finnsku stigatöflunni og mátti vart á milli sjá. Eftir harðan slag í tíu greinum báru Suðurnesjamenn sigur af hólmi með 12.189 stig gegn 12.007 stigum UMSK. Tómas Lárusson var sem fyrr helsta tromp gestanna, vann 100 metra hlaup með Grétar Kristjánsson Breiðabliki að stökkva þrjá metra í stangarstökki á héraðsmóti UMSK á Tungubökkum 1959. Sjónarhornið villir sýn. Það stökk enginn hærra en þrjá metra á þessu móti. Íþróttaflokkur UMSK sem keppti á fjögrabandalagamóti á Akureyri 1956. Fremri röð: Ragnar Lárusson, Hörður Ingólfsson, Ólafur Ingvarsson, Ásbjörn Sigurjónsson, Steinar Ólafsson og Guðjón Hjartarson fararstjóri. Efri röð: Vífill Oddsson, Helgi Jónsson, Þórir Ólafsson og Janus Eiríksson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==