Aldarsaga UMSK 1922-2022

127 sigruðu í fjórum þeirra. Sveinn Þórðarson vann 400 m hlaup, Kári Sólmundarson langstökkið, Birgir Þorgilsson þrístökkið og Pétur Jónsson kringlukast. Borgfirðingurinn Höskuldur Skagfjörð og Halldór Lárusson á Brúarlandi komu samtímis að marki í 100 m hlaupi og voru dæmdir jafnir. Halldór vann hástökk og spjótkast og Alexíus Lúthersson á Ingunnarstöðum kom kúlunni lengst frá hringnum. Borgfirðingar hlutu 7943 stig samkvæmt þeirri finnsku en UMSK 7497. Hefðu stig verið reiknuð 4-3-2-1 hefðu heimamenn unnið með 44:36 svo það var enginn vafi um úrslitin.40 Þessi frumraun þótti skemmtileg í alla staði og UMSK bauð Borgfirðingum þegar í stað til næsta kappmóts sumarið eftir. Það var haldið í Tjaldanesi 11. ágúst 1946 og með sama fyrirkomulagi. Ekki tókst UMSK að svara fyrir sig því Borgfirðingar sigruðu í annað sinn með 9280 stigum gegn 8821 stigi heimamanna. Sem fyrr var Halldór Lárusson þeirra besti maður, hann vann 100 metra hlaupið og Sigurjón Jónsson frá Hvítanesi kastaði spjótinu manna lengst. Aðra sigurvegara áttu Borgfirðingar.41 Þriðja keppnin fór fram við Þjóðólfsholt skammt frá Ferjukoti í Borgarfirði 17. ágúst 1947. Veður var ekki hagstætt því heldur mikil hraðferð var á logninu. Hlaupið var og stokkið undan vindi og 400 metra hlaupið fór fram á beinni braut. Nú hafði UMSK-fólki vaxið ásmegin og trompás þeirra, Halldór Lárusson, vann þrjár greinar; 100 metra hlaup, langstökk og þrístökk. Sigurjón frá Hvítanesi fylgdi honum fast eftir og sigraði í hástökki og spjótkasti. Keppnin var jöfn svo varla mátti milli sjá en sigurinn var UMSK sem hlaut 9042 stig gegn 8922 stigum Borgfirðinga. Talsverður hópur áhorfenda fylgdi íþróttaköppum UMSK í Borgarfjörðinn og var þetta ánægjuleg för í alla staði að sögn formannsins á héraðsþinginu um veturinn.42 Nú voru mótin orðin fastur liður í íþróttalífi sumarsins hjá báðum samböndunum og boðað var til fjórða mótsins 15. ágúst 1948 á Tungubökkum. UMSK-liðar voru sigursælir og unnu allar greinar nema eina af þeim átta sem keppt var í. Halldór Lárusson vann 100 m og langstökk að vanda. Skúli Skarphéðinsson á Minna-Mosfelli vann 400 metrana, Reykjabræður, Jón og Þórður Guðmundssynir, unnu kringlukast og hástökk. Ásbjörn Sigurjónsson á Álafossi vann kúluvarp og setti héraðsmet með 13,20 m kasti. Magnús Lárusson í Káranesi vann spjótkastið. Eini sigurvegari Borgfirðinga var Kári Sólmundarson sem sveif lengst í þrístökki. Stigakeppnin stóð í járnum en UMSK tókst að sigra með 9245 stigum gegn 8956 og jafna þar með metin við Borgfirðinga. Að lokinni keppni brugðu menn á leik og tóku þátt í reipJón M. Guðmundsson á Reykjum grýtir kúlunni af öllu afli á Hvítárvöllum 1949. Ásbjörn Sigurjónsson notar grúfustílinn til að komast yfir rána á Hvítárvöllum 1949. Hvítá í baksýn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==