Aldarsaga UMSK 1922-2022

126 reynslu. Frammistaða þeirra á síðari landsmótum sannaði að mjór er mikils vísir. Á Laugum endurtók sig sama hörmungin og á Hvanneyri. Synt var í ískaldri tjörn framan við skólann þrátt fyrir að heit innilaug væri á staðnum eins og nafnið bendir til. Þessu réði mótsstjórinn Þorsteinn Einarsson og var ekki til viðtals um annað. Þetta var gert fyrir áhorfendur en sundfólkið sem vant var heitum sundlaugum fékk sumt kuldakrampa í tjörninni og varð að gefast upp. Þannig fór fyrir Magnúsi Jónassyni í Stardal sem var kominn langleiðina í 1000 metra sundinu og var framarlega þegar kuldinn bar hann ofurliði. Sama henti Valborgu Lárusdóttur í 100 metra bringusundinu. Guðrún Tómasdóttir var eina UMSK-konan sem þoldi kuldann og gott betur því hún vann til verðlauna. Hún varð önnur í 100 metra bringusundi og þriðja í 50 metra frjálsri aðferð. Nú kepptu konur í fyrsta skipti í frjálsíþróttum og fengu eina grein í sinn hlut. Það var 80 metra hlaup og fjórar stúlkur frá UMSK voru skráðar til leiks. Þær voru alls óvanar keppni og höfðu til dæmis oftast hlaupið berfættar því hlaupaskór voru ekki til. Fríða Lárusdóttir á Brúarlandi minnist þess að henni voru fengnir gaddaskór þegar kom að hlaupinu á Laugum og sagt að nota þá. Slíkt hafði hún aldrei prófað áður og og átti í mestu vandræðum með að fóta sig. Það fór eins og við var að búast að engin úr UMSK komst í úrslit í hlaupinu. Halldór Lárusson stóð sig afburðavel og bar lið UMSK uppi. Hann sigraði í 100 metra hlaupi og varð annar í langstökki og 100 metra bringusundi. Fyrir þetta fékk hann 10 stig. Þór Þóroddsson varð fjórði í 1500 metra hlaupi. Fjórir fyrstu í hverri grein fengu stig og fleiri UMSK-liðar en þau Halldór, Þór og Guðrún náðu ekki þeim dýrmæta árangri. Sextán stig var niðurstaðan. Menn báru sig þó vel og gerðu úr þessu góða skemmtiferð sem tók heila viku með ferðalögunum fram og til baka í blíðuveðri. Endurminningin er hlý í huga þeirra sem enn eru til frásagnar um ferðina.39 Tekist á við Borgfirðinga Íþróttamenn UMSK voru stórhuga á fimmta áratugnum og vildu finna kröftum sínum viðnám. Þegar Borgfirðingar buðu UMSK til héraðskeppni í frjálsíþróttum árið 1945 stóð ekki á því að taka boðinu. Skilmálar voru þeir að tveir keppendur frá hvoru sambandi kepptu í hverri grein og stig voru reiknuð eftir hinni frægu finnsku stigatöflu sem þótti taka öðrum reikningskúnstum fram í því að finna út jöfnuð milli greina í frjálsíþróttum. UMSK mætti með einvalalið héraðsins á íþróttamótsstað Borgfirðinga við Ferjukot sunnudaginn 5. ágúst. En Borgfirðingar voru engir aukvisar. Þeir höfðu orðið í þriðja sæti á landsmótinu á Hvanneyri 1943, einu sæti fyrir ofan UMSK en með talsverðum stigamun. Þeir áttu góða spretthlaupara og stökkvara og voru ekki árennilegir. Þarna kepptu engar konur frekar en fyrri daginn. Mótið gekk greiðlega en veður var ekki sem best, kuldastormur af norðri. Keppnin var hörð en Borgfirðingum veitti betur. Keppt var í átta greinum frjálsíþrótta og heimamenn Þórður Guðmundsson á Reykjum kastar spjóti á Hvítárvöllum 1949 í keppni Borgfirðinga og UMSK. Halldór Lárusson við tjald sitt á Laugum 1946. Hann var atkvæðamikill í sundi og frjálsíþróttum á landsmótinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==