125 Keppendur frá UMSK voru 32 og þar að auki fararstjórar og stuðningsmenn sem slógust í förina. Alls var hópurinn um 40 manns og var löngum glatt á hjalla í ferðinni. Mótið sjálft var í tvo daga og keppnin stóð frá morgni til kvölds í blíðskaparveðri. Nú voru keppendur orðnir fleiri og betur æfðir og keppnin þarafleiðandi harðari. Heimamenn Þingeyinga voru með harðsnúið lið og sigruðu á mótinu. Næstir komu Austfirðingar, þá Skarphéðinsmenn og Borgfirðingar. UMSK varð að gera sér fimmta sætið að góðu þrátt fyrir að vera með fjölmennasta keppnishópinn. Handknattleikur kvenna var á dagskrá sem sýningargrein en ekki var keppt til stiga. UMSK sendi lið til keppninnar og andstæðingar þeirra voru Austfirðingar og Þingeyingar. Stúlkurnar frá UÍA og HSÞ voru þaulæfðar en lítið fór fyrir slíku hjá stúlkunum að sunnan. Snemma laugardags kepptu þær við Þingeyinga og töpuðu stórt. Tólf sinnum máttu þær hirða boltann úr netinu án þess að þeim tækist að svara fyrir sig. Ekki fór betur síðar um daginn gegn Austfirðingum því lokatölur urðu 17:1 UMSK í óhag. Þingeysku stúlkurnar sigruðu þær austfirsku í úrslitaleik með sex mörkum gegn tveimur en stúlkurnar úr UMSK höfðu öðlast dýrmæta Skrúðganga við mótssetningu á Laugum 1946. Gengið framan við skólahúsið á Laugum. Til hliðar sést kalda tjörnin sem var notuð sem sundlaug. UMSK-fólk í Vaglaskógi á leið á landsmótið á Laugum 1946. Standandi: Ásgeir Norðdahl, Jóhanna Boeskov, Soffía Finnbogadóttir, Valgeir Lárusson, Óskar Þorvarðarson, Tómas Lárusson, Valborg Lárusdóttir, Magnús Jónasson, Fríða Lárusdóttir, Þórunn Lárusdóttir (neðar), Ljósbjörg H. Magnúsdóttir (ofar), Helga Þórðardóttir, Valdís Salvör Tómasdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Þór Þóroddsson, Ólafía Lárusdóttir, Kristófer Ásgrímsson, Sigurjón Jónsson, Halldór Lárusson og Njáll Guðmundsson. Sitjandi: Jón Ólafsson, Janus Eiríksson, Stella Kerff, Jón Lárusson, Hulda Ólafsdóttir, Úlfhildur Hermannsdóttir, Hulda Sigurjónsdóttir, Ingunn Finnbogadóttir, Karl Andrésson, Gísli Andrésson, Freyja Norðdahl, Þórður Guðmundsson, Ármann (var í Kjós) og Alexíus Lúthersson með harmónikkuna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==