121 viðameiri leikverk tekin til sýninga. Lengi vel var leikrit sett upp á hverju ári og stundum nokkrir leikþættir. Strax árið 1952 var einþáttungurinn Hattar í misgripum settur á svið og 1953 hét leikritið Dollaraprinsinn. Svo var það Fjölskyldan ætlar út að skemmta sér 1954 en 1955 var það Skemmtifélag Álafoss sem sýndi Orustuna á Hálogalandi. En árið 1956 tók Afturelding aftur við keflinu og sýndi Vekjaraklukkuna. Svo kom Nóttin langa árið 1957. Þetta voru allt saman gamanleikir og nutu mikilla vinsælda. Sjaldnast voru þó margar sýningar á hverju leikverki, stundum aðeins ein, en stundum tvær til þrjár. En það var Græna lyftan sem sló í gegn árið 1958. Þá var fenginn leikstjóri úr Reykjavík, Klemens Jónsson, og þaðan komu einnig ljósamaður og leiktjaldamálari. Leikendur voru átta í misstórum hlutverkum eins og gengur. Aðalleikararnir voru Viggó Valdimarsson og Arndís G. Jakobsdóttir. Þau voru snillingar að sögn Þuríðar Hjaltadóttur. Svo var þarna Margrét Helga Jóhannsdóttir sem síðar varð landsfræg leikkona. En allir sem tóku þátt lögðu mikið á sig og höfðu sjálfir gaman af. Vegna mikilla vinsælda var ráðist í leikferðalög vítt og breitt um Suður- og Vesturland. Leikarar höfðu rútu til umráða og mjólkurbílstjóri sveitarinnar flutti leikmunina á mjólkurbílnum milli staða. Sýnt var í Breiðabliki á Snæfellsnesi, Borgarnesi, Félagsgarði, Garði, Njarðvíkum, Laugarvatni og víðar. Og svo auðvitað í Hlégarði. Sýningar urðu 14 alls og áhorfendur um 2150 þegar allt var talið. Þuríður Hjaltadóttir var meðal leikenda og fannst þetta stórgaman: Já, það sem ég man þá var þetta óskaplega skemmtilegur tími þegar við vorum að æfa Grænu lyftuna. Við æfðum þetta allt í Hlégarði. Klemens kom úr Reykjavík og þeir allir og þetta tókst afskaplega vel og voru þó nokkuð margar sýningar. Við fórum upp í Borgarnes og gistum þá á Hótel Borgarnesi. Svo vestur á Snæfellsnes í eitthvert félagsheimili, á Laugarvatn og suður með sjó. Þessu var gríðarlega vel tekið alls staðar. Við vorum búin að æfa í einhverjar vikur og þetta var heilmikil vinna. Þeir áttu heilmikinn þátt í undirbúningnum þegar við fórum í ferðirnar strákarnir, Óli, Janus og Guðjón. En við auðvitað hjálpuðumst öll að. Við fengum með okkur rútu og þegar við vorum í Borgarnesi þá skruppum við upp að Bifröst til að heimsækja Sigga Hreiðar vin okkar. Hann var á skólanum þennan vetur. En það var oft lítið sofið. Ég man þegar við komum frá Laugarvatni þá var ég alveg yfirfallin af mígrenikasti á leiðAtriði úr Grænu lyftunni. Hér eru Margrét Helga Jóhannsdóttir, Einar Kristjánsson, Guðjón Hjartarson, Viggó Valdimarsson, Arndís G. Jakobsdóttir og Janus Eiríksson í hlutverkum sínum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==