Aldarsaga UMSK 1922-2022

120 Í Rottunni átti ég að vera ástfanginn í henni Láru [Skúladóttur Norðdahl] frænku minni og trúlofast henni. Í einu atriðanna áttum við að vera í dálitlu keleríi, það mátti nú ekki vera mikið í þá daga, og var ég með rottu í hendinni og átti ég, ef mamma eða pabbi kærustunnar kæmu óvænt að okkur, að fleygja henni út á gólfið. Ég hafði af þessu tilefni stoppað upp rottu og hafði blý í fótunum, svo að hún kæmi alltaf rétt niður hvernig sem ég fleygði henni. Svo erum við nú þarna í keleríi og foreldrar kærustunnar koma að okkur, og ég fleygi rottunni langt fram á sviðið, sem var ekki stórt. En svo mikil varð skelfing leikhúsgesta við rottuna, að bekkirnir næstir sviðinu hrundu.27 Oftast nær sluppu þó innanstokksmunir við stórskemmdir þó að leikhúsgestir hafi skemmt sér bærilega. En í seinni heimsstyrjöld var Mosfellssveit hersetin og Brúarland tekið hernámi. Þá féllu leiksýningar niður allt til stríðsloka. Þá urðu tvöföld umskipti. Í fyrsta lagi var Umf. Afturelding meðal stofnfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga árið 1950 og í öðru lagi var félagsheimilið Hlégarður tekið í notkun árið 1951. Þá opnuðust nýjar víddir í leiklistinni í Mosfellssveit, leiknefnd var stofnuð og Orustan á Hálogalandi. Viggó Valdimarsson, búinn sem hinn margverðlaunaði Hermann Hermannz glímukappi, heilsar Zakaríasi Torfasyni sem Pétur Sturluson leikur. Græna lyftan sem Umf. Afturelding sýndi 1958. Leikendur og starfsfólk. Fremri röð: Ólafur Jóhannesson sviðsmaður, Reynir Guðjónsson sem Philip Evans, Einar Kristjánsson sem Jack Wheeler, Viggó Valdimarsson sem Billy Bartlett, Janus Eiríksson sem Pets, Guðjón Hjartarson sem Harrigan. Efri röð: Gissur Pálsson ljósameistari, Magnús Pálsson leiktjaldamálari, Þuríður Hjaltadóttir sem Tessie, vinnukona Bartletts, Arndís G. Jakobsdóttir sem Blanny Wheeler, Klemens Jónsson leikstjóri, Margrét Helga Jóhannsdóttir sem Lára Bartlett og Ari V. Ragnarsson hvíslari.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==