12 sambönd líkt og UMSK verið þar burðarásinn. Vissulega hafa áherslur breyst, mótahald færst frá héraðsmótum til einstakra félaga og sérsambanda, hlutverk héraðssambanda líkt og UMSK snýst nú meira en áður um fræðslu, upplýsingagjöf og stuðning við aðildarfélögin. Við sjóndeildarhring blasa við ný og brýn verkefni sem snúa að lýðheilsu allra aldurshópa og baráttu við lífsstílssjúkdóma. Í þeim efnum hefur UMSK tekið forystuna og meðal annars leitt samstarf íþróttafélaga um skipulag hreyfingar fyrir aldraða. Því verkefni hefur verið afar vel tekið og hefur það vakið athygli á landsvísu. Nýlegt og vaxandi hlutverk héraðssambandanna er einnig að vekja athygli á nýjum verkefnum sem tengjast lýðheilsu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að bjóða upp á viðburði þar sem fjölskyldan getur skemmt sér saman og stundað um leið holla hreyfingu. En hvað eru félagasamtök án félagsmanna? Von er að spurt sé. Frá upphafi hefur allt íþróttastarf í landinu verið borið uppi af sjálfboðaliðum sem koma margir inn í starfið gegnum íþróttaiðkun barna sinna og leggja þar hönd á plóg. Þau eru mörg handtökin sem leggja þarf til svo starfið gangi greiðlega fyrir sig. Þegar við mætum á kappleik sjáum við sjaldnast þau verk sem þarf að vinna við undirbúning leiksins eða frágang að leik loknum. Þarna kemur sjálfboðaliðinn til skjalanna og sannast að margar hendur vinna létt verk. Saga UMSK endurspeglar einnig sögu þjóðarinnar og er vörðuð þeim breytingum sem orðið hafa á samfélagi okkar. Margt í sögunni kann að koma okkur skringilega fyrir sjónir, þannig var tíðarandinn á þeim tíma og segir okkur hvernig samfélagið okkar hefur þróast og breyst. UMSK er öflugt héraðssamband og það fjölmennasta á landinu. Íþróttastarf á félagssvæðinu er öflugt og aðildarfélögin í fremstu röð í flestum greinum. Ég er stoltur af UMSK og þeim tíma sem ég hef starfað á þeim vettvangi, bæði innan stjórnar UMSK og innan Breiðabliks. Ég hlakka til að leiða sambandið áfram og takast þar á við spennandi viðfangsefni. Ég veit að þar tala ég einnig fyrir hönd félaga minna í stjórn UMSK. UMSK á grundvöll sinn og velgengni að þakka þeim mikla fjölda fólks sem hefur af fórnfýsi gefið sér tíma til að vinna að vexti og viðgangi íþróttastarfs innan aðildarfélaganna. Það verður aldrei fullþakkað. Án þeirra og óeigingjarns framlags þeirra væri saga sambandsins ekki sú sem við getum nú lesið um í þessu mikla ritverki.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==