Aldarsaga UMSK 1922-2022

118 45,61 m og setti glæsilegt héraðsmet. Þorsteinn hafði áður keppt fyrir HSK en gekk nú til liðs við Breiðablik með þessum frábæra árangri. Ragna Lindberg lét ekki sitt eftir liggja og hjó nærri héraðsmetinu í kringlukasti þegar hún kastaði 30,18 m. Sama ár eignaðist Breiðablik sína fyrstu Íslandsmeistara í frjálsíþróttum. Stúlkur UMSK unnu þrefalt í kringlukasti á meistaramótinu en Ragna Lindberg vann yfirburðasigur. Kristín Harðardóttir sigraði í langstökki, stökk 4,60 m og setti héraðsmet. Kvennasveit félagsins sigraði í 4 x 100 m boðhlaupi á tímanum 62,9 sek. Sveitina skipuðu Ester Bergmann, Svava Magnúsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Kristín Harðardóttir. Árið 1960 höfðu orðið þau umskipti að keppendur frá Aftureldingu og Dreng voru varla sjáanlegir á héraðsmótinu sem haldið var í Kópavogi. Aðeins einum keppanda frá hvoru félagi tókst að vinna til stiga í karlaflokki og enginn frá þeim komst á blað í kvenna- eða drengjaflokkum. Ólafur Þór Ólafsson á Valdastöðum gerði þó góða ferð á mótið því hann vann þrjár greinar og varð stigahæstur í karlaflokki. En yfirburðir Breiðabliks voru miklir, félagið átti þrjá efstu keppendur í 16 greinum af 21 svo öll spenna úr stigakeppninni var horfin. Svipað var uppi á teningnum næstu árin og héraðsmótið ekki orðið svipur hjá sjón. Það gerðist nokkuð jafnsnemma að íþróttamenn Breiðabliks stormuðu galvaskir fram í sviðsljósið og íþróttaiðkun Kjósverja og Mosfellinga fjaraði út að mestu. Íþróttamót félaganna tveggja lögðust niður árið 1958 og félagsmenn þeirra hættu að mestu að æfa frjálsíþróttir. Álftnesingar létu sér nægja að stunda knattspyrnu lítilsháttar og hjá Kjalnesingum var „íþróttaáhugi hverfandi,“ eins og skjalfest var í ársskýrslu þeirra 1954. Það kom því í hlut Kópavogsbúa að halda merki sambandsins á lofti á frjálsíþróttasviðinu næstu árin. Fáir aðrir létu sjá sig þar og héraðsmótið var ískyggilega nálægt því að mega teljast innanfélagsmót Breiðabliks. Nýja stórveldið, Breiðablik, hélt uppteknum hætti og vann héraðsmótið með yfirburðum fimm ár í röð og þar með Ólafsstyttuna til eignar árið 1962.24 Ungmennafélagar á fjölunum Eitt af merkilegri viðfangsefnum ungmennafélaganna var leiklistin sem kom snemma til sögunnar hjá þeim flestum. Leiksýningar voru ein besta skemmtun sem hægt var að bjóða fólki á samkomum ungmennafélaga og gildur þáttur í starfi margra þeirra um áratugaskeið. Langflest ungmennafélög landsins færðu einhvern tímann upp leikrit eða leikþætti og mörg voru býsna dugmikil á fjölunum. Félagsmenn lögðu oft mikið á sig við erfiðar aðstæður og mættu að loknum löngum vinnudögum á æfingar sem stóðu fram á nótt. Margir eldri ungmennafélagar eiga í minni sínu frásagnir af slíkum átaksverkefnum sem enginn taldi eftir sér því þetta var svo gaman. Langoftast urðu gamanleikrit fyrir valinu enda var höfuðtilgangurinn að skemmta fólki. Margir voru kallaðir og útvaldir sem leikarar og létu sig hafa það að birtast sveitungum sínum og nágrönnum í allskonar hlutverkum og múnderingum á sviðinu. Engin laun voru í boði nema gleði áhorfendanna og kröftugt lófaklapp þegar vel tókst til. Margir lítt vanir leikarar blómstruðu í hlutverkum sínum og veittu áhorfendum ósvikna ánægju og gleðistund í fásinninu. Gleðistundir sem oft urðu þeim minnisstæðar alla ævi. Íslandsmeistarar Breiðabliks í 4 x 100 m boðhlaupi kvenna 1959. Guðný Guðmundsdóttir, Kristín Harðardóttir, Svava Magnúsdóttir og Ester Bergmann. Undanrásir í 100 m hlaupi á héraðsmóti UMSK 1959. Fremstur er Unnar Jónsson Breiðabliki sem sigraði í hlaupinu en næstir koma Ármann J. Lárusson félagi hans sem varð fjórði og sá dökkklæddi er Þorvaldur Gestsson Dreng sem náði sjötta sæti af sjö.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==