116 Ólafur efndi loforð sitt fjórum árum síðar og kom með veglega styttu sem hann færði sambandinu að gjöf. Hún hlaut nafnið Ólafsstyttan í munni UMSK-inga. Strax var ákveðið að hún yrði til verðlauna á frjálsíþróttamótum félagsins og skyldi stigahæsta félagið hverju sinni hljóta hana til varðveislu. Samin var vönduð reglugerð þar sem tilteknar voru keppnisgreinar og úthlutun stiga sem skyldi vera á skalanum 5-3-2-1 til fjögurra fyrstu manna. Um eignarhald á gripnum sagði svo í 3. grein: „Verðlaunagripurinn er heiðursverðlaun til handa því félagi sem héraðsmótið vinnur. Það félag sem fyrst verður til að vinna hann 5 sinnum, hlýtur hann til eignar.“ Svo settu menn undir gamalkunnan leka því 4. grein endaði þannig: „Keppni skal fara fram, þó ekki mæti nema einn maður til keppni í hverri grein.“22 Keppt um Ólafsstyttuna Nú var komið upp nýtt fyrirkomulag á héraðsmótunum þegar félögin voru farin að keppa hvert við annað um stigin. Slíkt hafði lengi viðgengist hjá öðrum samböndum en var nú loks komið í gagnið hjá UMSK. Héraðsmótið 1956 var haldið á Tungubökkum snemma vors í frábæru veðri. Stigakeppnin varð að spennandi einvígi milli Aftureldingar og Drengs og mátti vart á milli sjá því bæði félögin vildu hreppa Ólafsstyttuna. Nú voru Brúarlandsbræður hættir keppni en nýir íþróttamenn komnir til skjalanna. Helstu kappar Kjósarmanna voru Helgi Jónsson í Blönduholti, sem vann hástökk og 400 metra hlaup, Steinar Ólafsson á Valdastöðum, sem sigraði í kringlukasti og hinn fjölhæfi Ólafur Ingvarsson frá Laxárnesi sem kastaði spjótinu lengst allra og vann til stiga í sjö greinum. Bestur hjá Aftureldingu var hinn sprettharði Hörður Ingólfsson í Fitjakoti sem vann 100 metra hlaup, langstökk og þrístökk. Félagi hans, tröllið frá Álafossi Ásbjörn Sigurjónsson, varð fremstur í kúluvarpi. Stigahæstur á mótinu varð Hörður Ingólfsson með 22 stig en Ólafur Ingvarsson hlaut 20 stig. Þegar reiknað var í afreksstigum eins og þá var nokkuð tíðkað hlaut Hörður 3458 stig en Ólafur 3431 stig. Mosfellingurinn Arnfríður Ólafsdóttir á Varmalandi vann hástökk og kringlukast og í 80 metra hlaupi sigraði Dröfn Hafsteinsdóttir á Æsustöðum. Kjósarstúlkur voru líka liðtækar. Ragna Lindberg í Flekkudal vann kúluvarp og Unnur Pálsdóttir á Grjóteyri langstökkið. Arnfríður Ólafsdóttir hlaut flest stig kvenna eða 15, Unnur 14 en Ragna Lindberg var með 13 stig. Ragna vann besta afrek kvenna fyrir kúluvarp, 9,49 m, en Hörður Ingólfsson vann besta afrek karla fyrir tímann 11,7 sek. í 100 metra Ólafur Thors hélt ræðu og sló á létta strengi þegar hann lofaði að gefa verðlaunagrip. Ólafsstyttan gefin af Ólafi Thors árið 1956 til keppni um sigur í héraðsmótinu í frjálsíþróttum. Umf. Breiðablik vann gripinn til eignar árið 1962. Ólafur Ingvarsson kemur í mark í 4x 100 metra boðhlaupi á Akureyri 1955. Sveitin náði öðru sæti á eftir geysisterkri sveit Austfirðinga.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==