Aldarsaga UMSK 1922-2022

115 og þingmaður Reyknesinga, einn af veislugestum. Þar flutti Ólafur ávarp sem Grímur Norðdahl sagði síðar vera eina þá bestu ræðu sem hann hefði heyrt um dagana. Hinn stálminnugi Grímur lagði tölu Ólafs á minnið og sagði hana fram orðrétt í viðtali við söguritara 40 árum síðar. Ræða Ólafs var á þessa leið: Háttvirta samkoma! Þegar ég var strákur þá var ég sendur í sveit, því eins og þið vitið voru allir óknyttastrákar sendir í sveit. Þegar ég kom í sveitina var ég montinn ofláti sem ekkert kunni að vinna. En mér lærðist fljótt að ef ég gæti ekki framkvæmt venjuleg störf og flogist á eins og aðrir strákar þá léti ég í minni pokann. Þá komu sér nú vel þessi fáu glímubrögð sem ég hefi lært af honum Steindóri í Gröf. Hér hefur margt farið fram í kvöld, hátíðlegt og alvarlegt. Þið verðið nú að fyrirgefa þó ég bregði aðeins á léttari tón. Hann Ásbjörn á Álafossi hefur verið að suða í mér að ég ætti að gefa sambandinu bikar. Ég sagði honum: Ég gef andskotann engan bikar, þið haldið þá bara að ég sé að sníkja atkvæði eða þið haldið að ég fari að drepast og sé að gefa fyrir sálu minni. En nú eftir að hafa verið hér í kvöld og skilið hvaða störf hafa farið fram í þessu sambandi og félögum þess, þá er mér ljóst að þó maður sé öllum stundum að vinna að þjóðmálum þá er eins og sumir þættir þjóðlífsins fari framhjá manni. Og það jafnvel þeir þættir sem maður vildi hvað helst þakka og styrkja. Mér hefur snúist hugur og það minnsta sem ég get gert sem þakklætis- og virðingarvott við Ungmennasamband Kjalarnesþings er að lofa að gefa því verðlaunagrip.21 og öllu sem til framfara mátti telja. Hann vakti hvarvetna athygli fyrir öryggi og festu í framkomu og naut mikils trausts. Hann átti auðvelt með að tala við hin ýmsu tækifæri og komst þá gjarnan að kjarna málsins í örfáum orðum. Það má nærri geta að slíkur maður var eftirsóttur á vettvangi stjórnmálanna og fljótlega eftir komuna til Kópavogs var hann kosinn í bæjarstjórn þar sem hann sat í 16 ár, síðast sem forseti bæjarstjórnar. Hann tók mikinn þátt í uppbyggingu hins unga bæjarfélags en síðan lá leið hans á Alþingi. Hann var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn með hléum á árunum 1965–1978 en varð að láta af því starfi sem öðrum á besta aldri vegna heilsubrests. Axel veiktist af kransæðastíflu aðeins hálffimmtugur að aldri og barðist við þann sjúkdóm í 18 ár þar til yfir lauk. Einmitt á þeim árum vann hann mörg þau störf sem lengst verður minnst og dró ekki af sér þrátt fyrir misjafnt heilsufar. Áhuginn fyrir betra mannlífi og hag landsins var einstakur og sem dæmi þá fór hann á eigin kostnað í ferðalag til allra fjögurra vinabæja Kópavogs til að tala máli Íslendinga í landhelgisdeilunni árið 1972. Tvennt var það sem var mesti styrkur Axels í veikindum hans: Annað var hans sterka skapgerð því aldrei heyrðist hann kvarta en kom ávallt til dyra brosandi og blíður í skapi. Hitt var hin takmarkalausa ást og umhyggja Guðrúnar eiginkonu hans. Árið 1976 byggðu þau sér sumarhús á landspildu við Laxárvoginn sem þau nefndu Griðland og dvöldust þar öllum stundum á hverju sumri eftir það. Þar var þeirra griðland. Axel Jónsson var á sínum tíma sæmdur gullmerki UMFÍ en hann lést 31. ágúst árið 1985. Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, sæmir Axel Jónsson gullmerki UMFÍ á þingi UMSK árið 1985.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==