Aldarsaga UMSK 1922-2022

113 sokkunum og óð yfir ána. Janus í Óskoti átti eldgamlan vörubíl og kom akandi á honum. Stundum þegar bíllinn var ekki í lagi kom hann gangandi. Það var þó nokkur spotti. Sennilega hafa Tómas Lár. og Jón á Reykjum verið á bíl en allir komu þeir á æfingarnar og stelpurnar líka.17 Æfingarnar voru ekki fastmótaðar því enginn var æfingastjórinn og enginn kunni neitt að sögn Skúla. En menn héldu sig ágætlega við æfingarnar, segja þeir sem þangað sóttu. Þuríður Hjaltadóttir á Æsustöðum, síðar eiginkona Skúla, var sigursæl í kúluvarpi og framarlega í spretthlaupum. Árið 1952 var hún í öðru sæti yfir bestu kúluvarpskonur landsins og árið eftir var hún efst á blaði í 80 m hlaupi og kringlukasti. Hún sagði svo frá æfingunum: Það var svosem engin æfing á bak við þetta hjá okkur í handboltanum. Við fórum þarna niður á Tungubakka og köstuðum á milli okkar. Við stelpurnar vorum ýmist í handbolta eða frjálsum íþróttum. Ég keppti mest í kúluvarpi og kringlukasti og fékk alveg óstjórnlegan áhuga á íþróttum. Ég man að ég klippti allar íþróttamyndir út úr Morgunblaðinu og safnaði þeim í kassa.18 Soffía Finnbogadóttir var spretthörð og sigraði í 80 metra hlaupi á héraðsmótinu á Tungubökkum 1950. Hún hafði svipaða sögu að segja: „Já maður var að hlaupa þarna Janus Eiríksson var snarpur á sprettinum og öflugur stökkvari þótt ekki væri hann hár í loftinu. Þuríður Hjaltadóttir með kringluna sér við hönd. Skúli Skarphéðinsson var snarpur hlaupari og lengi í kappliði UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==