Aldarsaga UMSK 1922-2022

111 Frjálsíþróttir í fararbroddi hjá Mosfellingum Þegar fór að nálgast miðja síðustu öld má segja að starfsemi UMSK hafi að stærstum hluta snúist um íþróttir og þá einkanlega frjálsíþróttir. Í skýrslu ársins 1948 kemur fram að UMSK hélt héraðsmót í frjálsíþróttum, háði héraðskeppni við Borgfirðinga, sendi menn til keppni á flest frjálsíþróttamót sem haldin voru í Reykjavík á árinu og stóð straum af kostnaði við þetta allt saman. Ekki nóg með það heldur var tæplega minnst á annað en íþróttir undir liðnum Önnur störf í skýrslunni: Stjórnin hefur haldið með sér marga fundi á árinu og einnig þriggja manna íþróttanefnd er starfar með stjórninni, einn maður frá hverju félagi. Hefir aðalstarfið verið framkvæmd íþróttamála í héraðinu og undirbúningur íþróttamótanna. Sambandið sá um víðavangshlaup Meistaramóts ÍSÍ 1948 og fór hlaupið fram við Félagsgarð í Kjós í maí.13 Á ársþinginu sem haldið var í nóvember 1948 í Félagsgarði var langmest rætt um íþróttir. Mikill hugur var í mönnum að undirbúa sig sem best fyrir væntanlegt landsmót UMFÍ næsta sumar enda var meirihluti þingfulltrúa í keppendahópi sambandsins. Margar tillögur um framgang íþróttanna voru samþykktar á þinginu en þær sem snertu önnur mál voru helmingi færri. Íþróttirnar voru alls staðar efstar á blaði.14 Um þetta leyti náðu félagar í Aftureldingu samningum við Magnús Sveinsson, oddvita í Leirvogstungu, um að fá aðstöðu til íþrótta á svokölluðum TunguÚrslitasprettur í 100 metra hlaupi á héraðsmóti UMSK á Hvalfjarðareyri 14. ágúst 1949. Fyrstur í mark er Tómas Lárusson A, síðan Skúli Skarphéðinsson A, þá Jón M. Guðmundsson A og svo kemur Sigurberg Elentínusson D. Tómas Lárusson var mesti afreksmaður UMSK á sjötta áratugnum. Hann átti á sínum tíma tíu héraðsmet í frjálsíþróttum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==