Aldarsaga UMSK 1922-2022

110 greinum. Hún sigraði í kúluvarpi, kastaði 9,89 m og setti héraðsmet. Hún átti eftir að bæta það í 10 metra slétta síðar um sumarið. Arnfríður Ólafsdóttir á Varmalandi var þriðja afrekskonan. Hún vann hástökk á 1,35 m. Það var einnig héraðsmet og besta afrek á landsvísu í kvennaflokki. Karlarnir féllu í skuggann að þessu sinni en þar báru af þeir Tómas Lárusson, Hörður Ingólfsson, Skúli Skarphéðinsson og Ólafur Ingvarsson. Héraðsmótið 1954 var að vanda haldið á Tungubökkum. Minnugir þess hvað keppnin tók langan tíma ári fyrr var því dreift á þrjá daga enda var veður gott allan tímann. Tvö héraðsmet litu dagsins ljós. Árni Reynir Hálfdánarson á Mosfelli varpaði kúlunni 13,82 m og Arnfríður Ólafsdóttir stökk 4,39 m í langstökki. Hún vann einnig hástökk og kringlukast og varð stigahæst kvenna. Í karlaflokki voru atkvæðamestir þeir Skúli Skarphéðinsson á Minna-Mosfelli, Þórir Ólafsson á Varmalandi, Hörður Ingólfsson í Fitjakoti og Ólafur Ingvarsson í Laxárnesi. Drengir voru góðir en Aftureldingarmenn fleiri og hefðu unnið stigakeppni mótsins hefði hún verið á dagskrá.12 Héraðsmet í frjálsíþróttum 1954 Þegar héraðsmótin höfðu farið fram um tíu ára skeið voru afrekin tekin mjög að batna og orðin frambærileg á landsmælikvarða. Þar áttu mestan hlut bræðurnir Tómas og Halldór Lárussynir því þeir einokuðu efstu sæti afrekaskránna þessi árin. Í skjalasafni sambandsins fannst vélritað skjal sem hafði að geyma eftirfarandi skrá yfir héraðsmetin í árslok 1954. Athygli vekur að elstu metin voru langhlaupsafrek stórhlauparans Guðjóns Júlíussonar frá Reynisvatni sem komin voru á fertugsaldurinn. Einnig að langflest metin tilheyrðu Tómasi Lárussyni en hann átti tíu af 20 metum sem skráð voru í karlaflokki. Flest hinna voru sett af félögum hans í Umf. Aftureldingu. Eini Kjósaringurinn sem komst á blað var kastarinn Magnús Lárusson í Káranesi og Kópavogsbúinn Þorsteinn Steingrímsson var jafn Tómasi í stangarstökki. Met í kvennagreinum var ekki að finna á þessu blaði en þau voru tekin saman eftir öðrum heimildum. Á blaðsíðu 112 má sjá metaskrána frá árinu 1954: Guðný Steingrímsdóttir varpar kúlunni á Hvítárvöllum 1949. Gunnar Sig. Guðmundsson heldur á málbandinu. Vel fór á með keppinautunum eftir 80 m hlaupið á héraðsmóti á Tungubökkum 1954 þrátt fyrir hörkukeppni. Fyrst var Sigrún Andrésdóttir Aftureldingu á 12,5 sek, svo kom félagi hennar, Dröfn Hafsteinsdóttir, á 12,6 og þriðja Herdís Jónsdóttir Dreng á sama tíma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==