Aldarsaga UMSK 1922-2022

11 Aldarsaga UMSK lítur hér dagsins ljós, mikið verk að vöxtum og umfangi. Höfundar og ritnefnd bókarinnar eiga hrós skilið og nú við verklok vil ég færa þeim bestu þakkir. Eitt hundrað ár er hár aldur félagasamtaka líkt og UMSK. Við fögnum og gleðjumst yfir þessum árafjölda sem er langt í frá sjálfsagður en ber aðildarfélögunum fagurt vitni um mikilvægi þeirra meðal þjóðarinnar í áranna rás. Stofnun UMSK árið 1922 var angi af þeirri félagslegu vakningu sem varð um allt Ísland snemma á 20. öld. Ungmennafélög spruttu upp í sveitum og bæjum, Íslandi allt var kjörorð þeirra sem rímaði vel við sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á þeim árum. Ræktun lands og lýðs var einnig kjörorð ungmennafélaga og vísaði bæði til landverndar, þ.e. landgræðslu og skógræktar, og mannræktar sem birtist meðal annars í íþróttaiðkun, ritstörfum og heilbrigðum skemmtunum. Í tímans rás hefur ungmennafélagshreyfingin borið gæfu til að aðlagast breyttum aðstæðum og hafa héraðsGuðmundur G. Sigurbergsson Ávarp formanns UMSK Guðmundur G. Sigurbergsson, formaður UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==