109 Þetta sama ár kepptu konur í annað sinn á meistaramóti Íslands og Guðný Steingrímsdóttir varð Íslandsmeistari í kúluvarpi með 9,65 m sem var bæting á Íslandsmetinu. Guðný bætti Íslandsmetið í þriðja sinn um sumarið og kom því upp í 9,76 m. Á septembermótinu um haustið kepptu UMSK-stúlkur í 4 x 100 m boðhlaupi í fyrsta sinn og settu auðvitað héraðsmet. Smám saman fjölgaði greinum fyrir konur á héraðsmótunum. Árið 1951 kepptu þær í þremur greinum, 80 metra hlaupi, hástökki og kúluvarpi. Þá höfðu karlar úr níu greinum að moða. Tveimur árum síðar bættust kringlukast og langstökk við hjá konum en karlar fengu líka tvær greinar til viðbótar svo staðan var 11:5 þeim í vil. Það var ekki fyrr en 1957 þegar spjótkast og boðhlaup bættust við hjá konum að þær urðu rúmlega hálfdrættingar á við karlana. Þá var nýlega búið að setja reglugerð um héraðsmótið og gera ýmsar skipulagsbreytingar. Héraðsmótið 1952 var haldið um miðjan júní. Þá stóð fyrir dyrum ferð íþróttafólks á landsmótið á Eiðum og var héraðsmótið haft sem úrtökumót fyrir keppendur þangað. Ekki voru valdir nema þeir allra bestu því ferðalag þvert yfir landið var bæði tímafrekt og dýrt í þá daga. Sjö karlar og fjórar konur voru valin til keppni í frjálsíþróttum og stóðu sig með ágætum. Öll voru þau frá Aftureldingu, nema Drengur lagði til einn keppanda af hvoru kyni. Afturelding stóð þá á hátindi frjálsíþróttanna og átti landsþekktum köppum á að skipa. Héraðsmótið 1953 fór fram á Tungubökkum 25. ágúst og stóð langt fram eftir degi enda var þá einnig keppt í starfsíþróttum sem fór ekki vel saman við frjálsíþróttir og var ekki reynt oftar. Árangur var góður, einkum í kvennaflokki, en þar var Þuríður Hjaltadóttir frá Æsustöðum fremst í flokki. Hún vann langstökk, 80 metra hlaup á 11,3 sek og kringlukast þar sem hún setti héraðsmet, 31,09 m. Hún var efst á afrekslista kvenna yfir landið og miðin fyrir 80 m hlaupið og kringlukastið. Ragna Lindberg í Flekkudal gekk næst henni í flestum Janus Eiríksson í langstökki í keppni við Borgfirðinga á Hvítárvöllum 1949. Bræðurnir Halldór og Tómas Lárussynir voru bestu íþróttamenn UMSK á sjötta áratugnum. Myndin var tekin þegar þeir voru heiðraðir fyrir afrek sín á 30 ára afmæli UMSK í Hlégarði 1952. Tómas Lárusson stekkur hástökk með sínum sérstæða saxstíl á Eiðum 1952.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==