Aldarsaga UMSK 1922-2022

101 Gríms Norðdahl til sinna manna var að tapa engum riðli og berjast til síðasta blóðdropa. Það gerðu menn svikalaust en létu sig þó ekki dreyma um sigur í mótinu. UMSK-liðum fannst mikið til um hvað allt var þarna vel skipulagt og það að ganga inn á mótssvæðið í íþróttabúningi fylktu liði með fána var stórfengleg athöfn og eftirminnileg. Menn höfðu aldrei orðið varir við annan eins eldmóð og þeir skynjuðu hjá mótsstjóranum, Sigurði Greipssyni. Einn af keppendum UMSK, Gísli Andrésson á Hálsi, ritari Umf. Drengs, lýsti mótinu ítarlega í Hreiðari heimska og sagði þá meðal annars: Það hefur margt verið skrifað og talað um það mót og alt hefur hnigið á eina lund um að það hafi verið einhver glæsilegasta og besta útiskemmtun sem haldin hefur verið hér á landi, enda var hún hjúpuð í geisladýrð brennandi júnísólar, langt hafin yfir dimmviðri rigningardaganna á undan og eftir. Slíkt mót hlýtur að hafa djúptæk áhrif á alla sanna ungmennafélaga.66 Sigurður Greipsson stjórnaði mótinu af fingrum fram og var alls staðar í senn. Mótið stóð í tvo heila daga og veður var frábært allan tímann. Áhorfendur voru vel á annað þúsund og undu sér hið besta. Mótið hófst með skrúðgöngu keppenda og með í hópnum voru 23 fimleikapiltar Sigurðar sem sýndu listir sínar hinir glæsilegustu, klæddir hvítum íþróttabúningum. Sjö þeirra tóku einnig þátt í ýmsum keppnisgreinum. Keppendur voru 73 talsins, þar af átta sundkonur og þeir 16 fimleikamenn sem ekki tóku þátt í öðrum íþróttum. Liðsmenn UMSK voru fjölmennastir með 18 keppendur en Dalamenn sendu einn keppanda. Skarphéðinsmenn áttu 16 keppendur en Borgfirðingar 14. Þeir síðastnefndu einokuðu sundið og sigruðu alls staðar tvöfalt nema hvað Jóni M. Guðmundssyni á Reykjum tókst að merja annað sætið í 100 metra skriðsundi. Kjósarmenn voru sigursælir í frjálsíþróttum. Njáll Guðmundsson í Miðdal kastaði kringlunni langlengst og Gísli Andrésson á Hálsi kom næstur honum. Þriðji var Mosfellingurinn Karl Jónsson svo þarna var þrefaldur sigur. Gísli varð líka annar í kúluvarpi á eftir hinum týhrausta Skarphéðinsmanni Guðmundi Ágústssyni í Hróarsholti. Guðmundur Jónsson í Sogni vann hástökkið rétt á undan fyrrnefndum nafna sínum. Þriðji Guðmundurinn, Guðmundur Þ. Jónsson í Laxárnesi, náði þriðja sætinu í 1500 metra víðavangshlaupi en þar sigraði Stefán Jasonarson í Vorsabæ í Flóa. Menn hlupu yfir stokka og steina, víðikjarr og vatnsföll og hlaupaæfingar Stefáns um hinn votlenda Flóa réðu úrslitum. En stjarna mótsins var Axel Jónsson í Hvítanesi sem sveif lengst allra í langstökki og þrístökki og varð annar í 100 metra hlaupi. Hann varð stigahæsti maður mótsins með átta stig og þótti það hraustlega gert af 18 ára pilti. Eftirfarandi umsögn birtist um Axel í Skinfaxa 1940: Hann er aðeins 18 ára gamall, fæddur í Reykjavík 8. júní 1922, en alinn upp í sveit og á nú heima að Hvítanesi í Kjós. Hann er stórlega áhugasamur og efnilegur íþróttamaður, og hefir æft jöfnum höndum hlaup, stökk og köst, við annríki sveitamannsins, örðug skilyrði og enga tilsögn. En hann Fimleikamenn og keppendur fylkja liði fyrir skrúðgöngu við setningu landsmótsins í Haukadal 1940.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==