Image Alt

UMSK

starfslok valdimars framkvæmdastjóra umsk

Nú um mánaðamótin september/október lét Valdimar Smári Gunnarsson af störfum sem framkvæmdastjóri UMSK eftir 14 ára heillaríkt starf.  Stjórn UMSK færir Valdimar Smára bestu þakkir fyrir framlag sitt og óeigningjarnt starf við eflingu íþróttastarfs á félagssvæðinu. Valdimar Smári er að mörgum vel kunnugur í íþróttahreyfingunni og hefur markað stór spor í sögu sambandsins sem seint verða fullþökkuð. Hann  hefur staðið sig með sóma og unnið að krefjandi verkefnum af heilindum.

Nýr starfsmaður hefur ekki verið ráðinn í hans stað enn sem komið er.  Stjórn UMSK hyggst endurskoða stefnu sambandsins nú á 100 ára afmælisárinu og í framhaldi af þeirri vinnu ráða í stöðuna.

Öllum erindum sem skrifstofu UMSK berast verður svarað, hvort heldur sem er símleiðis eða með tölvupósti á netfangið umsk@umsk.is

Einnig er hægt að hafa samband við formann sambandsins, Guðmund G. Sigurbergsson í síma 861- 5757 eða með tölvupósti á netfangið gsigurbergsson@outlook.com

Valdimar framkvæmdastjóri UMSK kveðjur

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: